föstudagur, 23. nóvember 2007

Hugleiðing

Grefillinn alltaf gjöfulli er,
gott er í neðra.
Guð er að gefnu neðanmáls ber,
guð er í neðra.

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Bækluð...

...er beljan atarna...
Og hvað svo?!?
Er þetta ekki típískt?!? Mar fær einhverja flugu í höfuðið (eða belju, í þessu tilviki) og veit svo ekki hvað mar á að segja næst.
Kannski einkenni þess að reyna blogga í lok vinnudags, rétt áður en honum lýkur.
Skál!!!

miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Eins...

...og fram kom í athugasemd við athugasemd Friðsemdar systur í ævafornri færslu hér að neðan þá er andleg auðnin með yfirhöndina í andans afkimum vorum.
Er mar lítur inn í sálartetrið er þar umlitis eins og í gríðarstórum tómum helli. Helli sem svo er laus við eitthvað sem líkist hugmyndauðgi að þangað leita ekki einu sinni leðurblökur endurminninganna. Leðurblökur nostalgíunnar sem láta mann að minnsta kosti nöldra yfir því hvað allt var frábærara í gær en í dag.
Er skammdegið virkilega að draga niður gluggatjöldin í gluggum þess sem kallast gæti frjó hugsun, eða er mar bara búinn að vera vinna of mikið? Eða drekkur mar ekki nóg? Eða hvað?
Hvað sem því líður þá tókst manni allavega að skíta þessum orðum og skeina sig með bloggrullunni. Það hlýtur að teljast dögun í blogghelli Geimverunnar.
Vonum það.
Farinn heim að tyggja nýsjálenska nautalund með kokteilsósu.
Skál!!!

föstudagur, 2. nóvember 2007

Súrefni...

...er súrt efni. Annað man ég ekki af því bulli sem er búið að velta á milli taugaenda almættis þeirrar skeljar sem Tjess er.
Alveg típískt!
Skál!!!