miðvikudagur, 26. september 2007

Hér...

...um bil að losna við vöðvana.

mánudagur, 24. september 2007

Vöðvar...

...vöðvar alls staðar.
Hverjum hefði grunað að ég hefði svona marga vöðva sem geta valdið mér sársauka?
Skál!!!

föstudagur, 21. september 2007

Draumastaður...

...geimverunnar er staðsetning morgundagsins. Árlegur dilkadráttur í Reyðarvatnsréttum er dagskráin. Geimveran er yfir sig spennt. Hestbak og brjóstbirta. Hvað getur geimveran beðið um meira?
Skál!!!

fimmtudagur, 20. september 2007

Nei...

...detti mér allar dauðar! Er þetta satt?!!! Ég sem stóð í þeirri meiningu að Ísland væri innan Evrópu og því óþarfi að spá í siglingar þar á milli. Hélt auk þess að siglingaleiðin á milli MEGINLANDS Evrópu og Íslands væri girt af með miklum fjallgörðum.
Alltaf lærir mar nú eitthvað nýtt!
Skál!!!

laugardagur, 15. september 2007

Hvað...

...er karlmannlegra en að standa við árbakka með stöng í hönd, árla á laugardagsmorgni, og láta norðaustanáttina lemja mann með slyddu?
Í nútímaþjóðfélagi er svarið sjálfsagt að eyða meiri tíma með börnunum sínum.
Dreymdi samt geimverur á Hellu á Hellu. Rosalega fríkí skítur í gangi.
Skál!!!

föstudagur, 7. september 2007

Feminismi...

...á villigötum? Er furða þó að mar spyrji sjálfan sig þegar mar rekst á svona?!
Mar bara spyr sig sko!

Mbl.is...

...Uppspretta ótrúlegs pirrings!
Er ekki lágmarkið að halda málfræðivillum í lágmarki í fyrirsögnum frétta? Framkvæmd þjónustusamningur um... Sjíss!
Og hættu á pillunni og segðu karlandskotanum að nota smokk! Svo eru öruggu dagarnir rétt fyrir og rétt eftir blóði drifna daga nýtanlegir til náttúrulegrar snertingar kynfæra, hef ég heyrt. Djöfull þoli ég ekki svona væl. Veit ekki til þess að verið sé að neyða pilluviðbjóðinn ofan konugreyin.
Útséð með drykkju í kvöld. Uppfullur af svona kergju verður mar ekki árennilegur í miðbænum.
Skál!!!
'Uppfærsla'
Greinilega búið að púka fréttina og 'framkvæmd þjónustusamnings um...' eins og hún á að vera.

Spurning

Mig dreymdi að ég hefði framið sjálfsmorð með því að hengja mig í endaþarminum úr sjálfum mér.
Spurningin er: Er ekki hægt að tengja þetta við skít? Á mar ekki von á fullt af peningum innan tíðar?
Mar bara spyr sig sko!
Skál!!!

fimmtudagur, 6. september 2007

Hvernig...

...í ósköpunum fer mar að því að stunda lyfjaakstur? Geri mér grein fyrir því að það er hægt að stunda glæfraakstur; forskeytið 'glæfra' þá dregið af lýsingarorðinu 'glæfralegur'. Geri mér hins vegar ekki grein fyrir lýsingarorðinu 'lyfjalegur'. Hef aldrei heyrt fólk taka sér það orð í munn.
En mar er utan af landi og illa að sér í því sem mælt er á höfuðborgarsvæðinu.
Síðan er ég alveg rasandi forviða og bit yfir því að ungmenni skuli láta sér detta í hug að stunda fíkniefnaneyslu á fyrrum landsvæði Runna litla og samlanda hans.
Öðruvísi mér áður brá.
Skál!!!

miðvikudagur, 5. september 2007

Viðskeytaillur...

...einstaklingur.
Einstaklingur sem ekki getur með nokkru móti skeytt viðeigandi viðskeytum við orð.
Slíkur einstaklingur segir hluti komast í 'fámæli' í stað 'hámælis'. Hann er 'hástökkur' en ekki 'uppstökkur'. Og verst er að hann er mikil 'aðfinningamanneskja' í stað þess að vera 'tilfinningamanneskja'.
Skál!!!

laugardagur, 1. september 2007

Yfirleitt...

...en ekki alltaf er ég hvorki rosalega niðurdreginn né ofboðslega glaður. Er það eðlilegt?
Djöfull rústuðu mínir menn annars andstæðingum sínum í hnattarlappakýlingum í dag.
Skál!!!