föstudagur, 28. nóvember 2008

Baunir...

...eru baunum bestar.
Eða var það verstar.
Nei, geimveran heldur bestar.

Baunin mín og baunin þín,
ekki baunir Ora.
Baun er baun ef sólin skín,
baun er þeirra er þora.

Skál!!!

p.s. fólk verður bara að giska á laglínu eftir takti leirburðarins.

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Klukkið...

...liggur á geimverunni eins og mara, klafi sem hún er upptekin við að leiða hjá sér, svo upptekin að hún hefur ekki einu sinni tíma til að hanna og búa til vúdúdúkku af Deezunni sem kom þessu helvítis bloggkeðjubréfi á geimveruna, jafn ógeðslega pirrandi og öll keðjubréfin sem geimveran sleit í æsku.
En geimverunni tekst þetta.
Skál!!!

mánudagur, 24. nóvember 2008

Svimaði...

...í alvöru þegar ég las þetta. Sérstaklega voru síðustu málsgreinarnar einstaklega ruglandi.
Ruglið er alveg yfirgengilegt!
Skál!!!

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Hamingjan...

...er tálsýn!

Skál!!!

sunnudagur, 16. nóvember 2008

Akkuru...

...líst mér svona vel á þennan gauk (utan þeirrar staðreyndar að hann reykir og hefur viðurkennt að hann hafi notað ólögleg vímuefni, í stað þess að segjast ekki hafa andað að sér eða borið fyrir sig minnisleysi með þögn)?

Eina sem stakk mig var 'tyranny' utanaðkomandi orkugjafa. En látum það liggja á milli hluta.
Minnir doltið á þetta og vekur mann til umhugsunar um vanvitana sem sitja í valdastólum Klakans í dag.

Djöfull vantar einhvern í bílstjórasætið í dag sem er til í að taka í stýrið, í stað þess að horfa á það skelfinug lostinn og segja að óútreiknanlegar hreyfingar þess séu einhverjum öðrum að kenna.
*Skál*
P.S. Að sjálfsögðu ber að geta heimilda: Þetta er tekið af Freedomfries-blogginu á Eyjunni. Nenni ekki að setja upp heimildaskrá. Ber fyrir mig Hannes!

laugardagur, 15. nóvember 2008

Brauðið...

...heppnaðist í þetta skiptið! Írskt súrmjólkurbrauð, hvorki meira né minna.
Geimveran er samt miður sín yfir því að það hafi verið komið í ofninn fyrir hádegi á laugardegi.
Greinilega ellimörk anda og efnis þegar bæði heimta að risið sé úr rekkju á svo ósatanískum tíma um helgi.
Skál!!!

fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Fylgni

Djöfull hef ég það sterklega á tilfinningunni að eftir því sem vanvitaskapurinn í yfirstjórn landsins er meiri þeim mun fleiri vanvitar sitji undir stýri.
Svo er líka doltið líkt með þessum mismunandi staðsettu vanvitum, báðir sitja og stýra stórum hlutum sem þeir ráða ekkert við og setja saklausa gangandi vegfarendur í stórhættu.
Ó mig auman!
Skál!!!

laugardagur, 8. nóvember 2008

Jóhannes...

...skírari er sem betur fer ekki á meðal vor. Hann myndi örugglega vilja drekkja ósjálfbjarga dóttur geimverunnar í á á morgun. (tisk, á* kom tvisvar sinnum fyrir án milliorðs).
Við lifum hins vegar á þeim tímum að drekkingar þurfa ekki að vera í dýpra vatni en örfáir sentímetrar, og barnið þar að auki nokkuð ofan vatns.
Geimverunni er verulega létt.
Skál!!!
P.S. *Hvað þýðir þessi setning?: á á á á á á.

P.S.S Bjór í verðlaun fyrir þann sem fyrstur fattar (kommentar, það er). Hástöfum vísvitandi haldið leyndum, myndu segja of mikið.

þriðjudagur, 4. nóvember 2008

Lýsandi...

...dæmi um gatnakerfi og skipulagsmál í Kópavoginum.
Geimveran fór í þrítugsafmæli hjá Hörpu frænku sinni á föstudeginum. Teitið var haldið í Hlíðarsmára í títtnefndum Kópavogi, sem sumir vilja nú meina að heiti í rauninni Kópaskarð. Sossum ekki í frásögur færandi. Þrusupartí með miklu stuði, eins og Hörpu einni sæmir.
Málið er hins vegar, eins og áður sagði, skipulag og gatnagerð í Kópavogi. Þegar aldin geimveran hafði fengið nóg og vildi halda heim á leið um miðnættið villtist hún. Ráfaði svo um næsta sólarhringinn þar til hún endaði í sextugsafmæli á Feitutáarstræti, rangnefnt af innfæddum sem Digranesvegur.
Svo heppilega vildi til að hér var um sextugsafmæli móður sambýliskonu geimverunnar. Geimveran gat því safnað kröftum með fingramat og veigum fyrir næstu tilraun í að brjótast út úr völundarhúsinu.
Sem betur fer fékk hann far með innfæddum kópaskarðsbúa sem flutti búferlum út á land, og það ekkert smá út á land, alveg útí hraun, á Vellina, rétt utan Hafnarfjarðar, eins og Hafdís frænka geimverunnar vill meina.
Þessum hrakförum vill geimveran kenna um heldur óhrjálega líðan sína sunnudaginn eftir. Ekki þeirri augljósu staðreynd að hún er dottin úr allri drykkjuæfingu.
Gæti annars lagst í barlóm eins og stór hluti mörlandans. Hef hins vegar lúmskt gaman af því að láta taka mig í ósmurðan óæðri endann.
Skál!!!
P.S. Akkuru í andskotanum er háttvirt rassgatið á manni kallað óæðri endinn? Hvaða ginsnobbari ákvað það? Hef það meira segja fyrir satt að stjarnan sé minni gróðrastía fyrir bakteríur og viðbjóð en títtnefndur trantur.