mánudagur, 31. desember 2007

Árið...

...er nú að líða (eða er liðið, allt eftir því hvænær þú, lesandi góður, lest þessa línu) í aldanna skaut. Fátt meira um það að segja. Ekki verra en hver önnur ár. Þetta er allt spurning um að rúlla með höggunum, því lífið er jú ekkert annað en hvert kjaftshöggið á fætur öðru.
Geimveran vill annars óska sér og sínum, vinum og vandamönnum, gæfu og velfarnaðar á þeim tíma sem eftir er óliðinn af eilífðinni.
Skál fyrir núinu, fortíð og framtíð!!!

fimmtudagur, 6. desember 2007

BYKO...

...er ekkert að með neitt minnimáttarbrjálæði þessi dægrin. Ekki ef eitthvað er að marka nýjasta bæklinginn, „Gerðu jólin klár með BYKO“.
Á meðan flestir gera klárt fyrir jólin ætlar BYKO að lappa upp á jólin sjálf. Enda orðin slitin og óhrjáleg eftir tvö þúsund ára notkun hjá kristnum. Og útjöskuð fyrir eftir illa meðferð í heiðnum siðum, hátíð ljóssins.
Skál!!!

föstudagur, 23. nóvember 2007

Hugleiðing

Grefillinn alltaf gjöfulli er,
gott er í neðra.
Guð er að gefnu neðanmáls ber,
guð er í neðra.

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Bækluð...

...er beljan atarna...
Og hvað svo?!?
Er þetta ekki típískt?!? Mar fær einhverja flugu í höfuðið (eða belju, í þessu tilviki) og veit svo ekki hvað mar á að segja næst.
Kannski einkenni þess að reyna blogga í lok vinnudags, rétt áður en honum lýkur.
Skál!!!

miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Eins...

...og fram kom í athugasemd við athugasemd Friðsemdar systur í ævafornri færslu hér að neðan þá er andleg auðnin með yfirhöndina í andans afkimum vorum.
Er mar lítur inn í sálartetrið er þar umlitis eins og í gríðarstórum tómum helli. Helli sem svo er laus við eitthvað sem líkist hugmyndauðgi að þangað leita ekki einu sinni leðurblökur endurminninganna. Leðurblökur nostalgíunnar sem láta mann að minnsta kosti nöldra yfir því hvað allt var frábærara í gær en í dag.
Er skammdegið virkilega að draga niður gluggatjöldin í gluggum þess sem kallast gæti frjó hugsun, eða er mar bara búinn að vera vinna of mikið? Eða drekkur mar ekki nóg? Eða hvað?
Hvað sem því líður þá tókst manni allavega að skíta þessum orðum og skeina sig með bloggrullunni. Það hlýtur að teljast dögun í blogghelli Geimverunnar.
Vonum það.
Farinn heim að tyggja nýsjálenska nautalund með kokteilsósu.
Skál!!!

föstudagur, 2. nóvember 2007

Súrefni...

...er súrt efni. Annað man ég ekki af því bulli sem er búið að velta á milli taugaenda almættis þeirrar skeljar sem Tjess er.
Alveg típískt!
Skál!!!

föstudagur, 26. október 2007

Bjór...

...er alltaf góð hugmynd.
Skál!!!

miðvikudagur, 24. október 2007

Hann...

...lifir! Tobbalicious lifir!
Annars er fátt að frétta. Nema hvað ég er reiður út í Ingu Sollu fyrir að reka Óla Ödda. Mér fannst hann standa sig svo rosalega vel við endurskipulagningu bíp-stofnunarinnar.
Skál!!!

sunnudagur, 21. október 2007

Aftur...

...og dvalarleyfishafi eða íslenskur ríkisborgari af erlendu bergi brotinn!

fimmtudagur, 18. október 2007

Blah!

Er nokkuð sáttur en gersamlega tómur í hausnum. Ætli að það sé einhver fylgni þarna á milli? Á eftirfarandi fagnaðarerindi virkilega við rök að styðjast? „Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir!“
Skál!!!

mánudagur, 15. október 2007

Sjaldan...

...höfum vér verið jafn aðframkomnir í vinnu og í dag. Og það þrátt fyrir að hafa nánast ekki gert neitt.
Fyrstidagurívinnueftirfrí-heilkennið greinilega grasserandi á öreindastigi í líkama vorum. Ef þetta kallar ekki á bjór eftir vinnu.
Annars fátt að frétta og enn minna að segja frá. Haustlægðarblúsinn blússandi í sálartetri voru og skammdegisblekið á næstu fölnuðu grösum, handan við hrímað hornið.
Hugsanlega hægt að redda þessu öllu með því að leggjast í vinnuhýði yfir veturinn. Skríða svo út af skrifstofunni þegar fyrstu geislar endurlífgandi vorsólar renna yfir frosinn svörð Frónsins. Skríða út kyrjandi sitt dirrindí og bjóða nýtt líf velkomið í voran rann.
Yfir og út.
Skál!!!

fimmtudagur, 4. október 2007

Geimveran...

...hefur gert strandhögg í flatkökulandi, ásamt Krillunni. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en fólki bent á að bjór eða tveir eru geimverunni að skapi þegar hann heldur heim á leið úr útrás.
Geimveran er annars í langþráðu fríi sem hún var ekki alveg að höndla fyrr en lent var í kóngsins köbenhán. Merkilegt hvað iðjuleysi getur lagt góðan grunn að eirðarleysi.
Eníhú! Það bíður bjór, sem heimtar þjór.
Skál!!!

miðvikudagur, 26. september 2007

Hér...

...um bil að losna við vöðvana.

mánudagur, 24. september 2007

Vöðvar...

...vöðvar alls staðar.
Hverjum hefði grunað að ég hefði svona marga vöðva sem geta valdið mér sársauka?
Skál!!!

föstudagur, 21. september 2007

Draumastaður...

...geimverunnar er staðsetning morgundagsins. Árlegur dilkadráttur í Reyðarvatnsréttum er dagskráin. Geimveran er yfir sig spennt. Hestbak og brjóstbirta. Hvað getur geimveran beðið um meira?
Skál!!!

fimmtudagur, 20. september 2007

Nei...

...detti mér allar dauðar! Er þetta satt?!!! Ég sem stóð í þeirri meiningu að Ísland væri innan Evrópu og því óþarfi að spá í siglingar þar á milli. Hélt auk þess að siglingaleiðin á milli MEGINLANDS Evrópu og Íslands væri girt af með miklum fjallgörðum.
Alltaf lærir mar nú eitthvað nýtt!
Skál!!!

laugardagur, 15. september 2007

Hvað...

...er karlmannlegra en að standa við árbakka með stöng í hönd, árla á laugardagsmorgni, og láta norðaustanáttina lemja mann með slyddu?
Í nútímaþjóðfélagi er svarið sjálfsagt að eyða meiri tíma með börnunum sínum.
Dreymdi samt geimverur á Hellu á Hellu. Rosalega fríkí skítur í gangi.
Skál!!!

föstudagur, 7. september 2007

Feminismi...

...á villigötum? Er furða þó að mar spyrji sjálfan sig þegar mar rekst á svona?!
Mar bara spyr sig sko!

Mbl.is...

...Uppspretta ótrúlegs pirrings!
Er ekki lágmarkið að halda málfræðivillum í lágmarki í fyrirsögnum frétta? Framkvæmd þjónustusamningur um... Sjíss!
Og hættu á pillunni og segðu karlandskotanum að nota smokk! Svo eru öruggu dagarnir rétt fyrir og rétt eftir blóði drifna daga nýtanlegir til náttúrulegrar snertingar kynfæra, hef ég heyrt. Djöfull þoli ég ekki svona væl. Veit ekki til þess að verið sé að neyða pilluviðbjóðinn ofan konugreyin.
Útséð með drykkju í kvöld. Uppfullur af svona kergju verður mar ekki árennilegur í miðbænum.
Skál!!!
'Uppfærsla'
Greinilega búið að púka fréttina og 'framkvæmd þjónustusamnings um...' eins og hún á að vera.

Spurning

Mig dreymdi að ég hefði framið sjálfsmorð með því að hengja mig í endaþarminum úr sjálfum mér.
Spurningin er: Er ekki hægt að tengja þetta við skít? Á mar ekki von á fullt af peningum innan tíðar?
Mar bara spyr sig sko!
Skál!!!

fimmtudagur, 6. september 2007

Hvernig...

...í ósköpunum fer mar að því að stunda lyfjaakstur? Geri mér grein fyrir því að það er hægt að stunda glæfraakstur; forskeytið 'glæfra' þá dregið af lýsingarorðinu 'glæfralegur'. Geri mér hins vegar ekki grein fyrir lýsingarorðinu 'lyfjalegur'. Hef aldrei heyrt fólk taka sér það orð í munn.
En mar er utan af landi og illa að sér í því sem mælt er á höfuðborgarsvæðinu.
Síðan er ég alveg rasandi forviða og bit yfir því að ungmenni skuli láta sér detta í hug að stunda fíkniefnaneyslu á fyrrum landsvæði Runna litla og samlanda hans.
Öðruvísi mér áður brá.
Skál!!!

miðvikudagur, 5. september 2007

Viðskeytaillur...

...einstaklingur.
Einstaklingur sem ekki getur með nokkru móti skeytt viðeigandi viðskeytum við orð.
Slíkur einstaklingur segir hluti komast í 'fámæli' í stað 'hámælis'. Hann er 'hástökkur' en ekki 'uppstökkur'. Og verst er að hann er mikil 'aðfinningamanneskja' í stað þess að vera 'tilfinningamanneskja'.
Skál!!!

laugardagur, 1. september 2007

Yfirleitt...

...en ekki alltaf er ég hvorki rosalega niðurdreginn né ofboðslega glaður. Er það eðlilegt?
Djöfull rústuðu mínir menn annars andstæðingum sínum í hnattarlappakýlingum í dag.
Skál!!!

föstudagur, 31. ágúst 2007

Hva...

...er kominn föstudagur.
Ja, detti mér allar dauðar.
Skál!!!

fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Býð...

...vinum og vandamönnum, félögum og förumönnum, Jóni og Gunnu í ógnarmat.
Hvað í fjandanum á Inga Solla eiginlega við þegar hún talar um „ógnarmat“. Hvurs konar orðskrípi er það? Hét þetta ekki einhvern tímann „hættumat“ eða eitthvað álíka?
Og hver er munurinn á „hörðum“ og „mjúkum“ vörnum? Er annars vegar verið að tala um að kýla þann sem ræðst á mann og hins vegar að biðja hann kurteislega um að hætta þessari vitleysu? Stend á gati...og fell niður um það.
Sumt fólk á að taka og skera við trog fyrir að beita fyrir sig nýyrðum sem eru greinilega er ætlað að auka gildi þess sem talað er um, skrúfa það upp. Uppskrúfuð orð sem ekkert segja eru þjóðfélagsmein, sem og fólkið sem notar þau.
Pirr, pirr, pirr!!!

föstudagur, 24. ágúst 2007

Best...

...að hafa smá hemil á sér við inngöngu í þessa helgi. Ganga hægt um gleðinnar dyr og allt það.
Skál!!!

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Ef...

...þetta er ekki arfavitlaust, veit ég ekki hvað. Vara við löngum hleðslutíma enda mikið að melta, jafnvel fyrir tilfinningalausa stafræna tækni.
Skál!!!

þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Eftir...

...nánari umhugsun þá held ég að atburðarás sú er kær frænka rekur í athugasemd við síðasta pistil sé ekki alveg rétt. Gæti hvorki tekið á móti á barni né komist út í Viðey. Þoli ekki blóð og þoli ekki sjó. Líður yfir mig og ég æli lungum og lifur. Þannig að það er eitthvað annað sem gerðist þessa helgina. Það er bara, hvað?

mánudagur, 20. ágúst 2007

Stakk...

...svo skart af inn í helgina að ég kom út hinum megin við hana án þess að taka eftir því sem gerðist.
Ekki í neinu lagi.

föstudagur, 17. ágúst 2007

Djöfull...

er ég stunginn af inn í helgina!
Skál!!!

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Eina...

...leiðin fyrir mig að taka þátt í maraþoni er að ímynda mér að ég sé sáðfruma og endamarkið eggið sem mig langar að bora mig inní.
Þegar fruman nær egginu hræra þau sér saman og blómstra í risastóran fjölfrumung sem verður einræðisherra yfir heiminum og bannar fólki að vera fífl.
Þá loksins er allt gott og blessað og skopparakringlan sem við búum á hólpin.
Djöfull á ég aldrei eftir að hlaupa maraþon. Shjííss...
Skál!!!

laugardagur, 11. ágúst 2007

Íþróttir drepa

Var að velta því fyrir mér í dag hvort ekki væri tilvalið að fara skokka. Liðka illa smurð liðamót, brenna lýsi og á allan hátt gera sig lögulegri. Tókst samt bókstaflega að drepa þá hugmynd í fæðingu.
Sá sjálfan mig fyrir mér í nýjasta nýjum skokkgalla frá einhverri sportvöruversluninni að renna yfir láðið. Vetrarsíðdegi. Frosið slabb. Ótraustur grunnur fyrir óþarflega hraða yfirferð lífræns batterís sjálfsins. Næsta sem ég veit þá skrikar mér fótur. Ég flýg á hausinn, rek hausinn í stein og í kjölfarið steindrepst.
Piff. Hraust sál í dauðum líkama! Hver er að græða á því? Ég bara spyr!
Ætla að halda mig við bjórinn og boltaglápið og láta aðra um að leggja líf sitt og limi í hættu.
Skál!!!

Hýrt...

...yfir borginni í dag. Nema helst gamla karlinum sem beið eftir strætó neðst á Hverfisgötunni. Sat þar þegar ég rölti mér í tvær bæjarins bestu með miklu sinnepi. Og var nýstaðinn upp þegar ég rölti til baka. Greinilega nýbúinn að átta sig á að allar helstu götur í kringum hann voru lokaðar. Ekki par ánægður með að hafa ekki verið látinn vita. Blótandi og ragnandi yfir því að svona lokanir séu ekki auglýstar betur.
Yrði ekki hissa á að sjá hann hökta inn í miðja kynvillugönguna með stafinn á lofti og láta nokkur vel útlátinn högg dynja á einhverri aumingjans drottningunni. Röflandi um leið yfir röskun strætóferða.
En lífið er annars vaknað af dvala. Enski boltinn byrjaður að rúlla. Ætli það þýði ekki einn kaldan um fjögurleytið þegar Lifrarpollar sækja heim Aston Villa.
Skál!!!

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Er...

...ég sá eini sem finnst orðið „hvítlaukssmjörsþjappa“ vera einstaklega dónalegt orð?
Skál!!!

Frétt...

...aldarinnar. Skyldi puttinn vera lífs eða liðinn. Bestar þykja mér vangavelturnar um hvort að maður sé fingurbrotinn eða hvort meiðslin séu alvarleg. Er eitthvað alvarlegt við slys á fingri? Jafnvel þótt hann detti af? Telst það ekki bara nokkuð vel sloppið miðað við margt annað? Og af hverju í andskotanum er þetta eiginlega frétt?
Hvar voru fjölmiðlarnir þegar ég setti puttann í hvítlaukssmjörsþjöppuna uppi í Samsölubakarí hér um árið? Þurfti upp á slysó og allt til að ganga úr skugga um að ekki nema laust skinn hefði af hlotist.

miðvikudagur, 8. ágúst 2007

Voðalegt...

...vesen. Válynd veður. Verðfallnir víxlar. Verulegar vegleysur. Veðlaus viðlagahús. Vonlaus veiðivötn. Vergjarnar valkyrjur. O.s.frv.
Skál!!!

mánudagur, 6. ágúst 2007

Styttir...

...upp um síðir. Hef það allavega sterklega á tilfinningunni hvað mig snertir. Úrkomulausari verslunarmannahelgi hafa kverkarnar á mér ekki upplifað síðan monsúntímabilið mikla hófst, einhvern tíma upp úr fermingu.
Er í stórum mínus gagnvart félaga mínum Díónísusi. Vona bara að hann fyrirgefi mér þennan misbrest í tilbeiðslu.
Skál!!!

föstudagur, 3. ágúst 2007

Brekkusnigilsstigið...

...er áhugaverður kafli í uppvexti einstaklinga af tegundinni Alkóhólikus Frónus, undirtegund yfirtegundarinnar Frónus Frónus. Þess ber þó að geta að þessi skilgreining er afar umdeild meðal vísindamanna. Margir þeirra vilja meina að Alkóhólikus Frónus sé í raun yfirtegundin (höfundur sammála), með ýmsum undirflokkum, t.d. SÁÁus Frónus, Landsbyggðus Frónus, Agureyrikus Óþolandis Frónus og Selfossus Hnakkus Frónus. Enn umdeildara er hvort síðari undirflokkarnir tveir tengist Alkóhólikus Frónus á nokkurn hátt.
Sterk undiralda er nú í vísindasamfélaginu um hvort ekki sé um sérstakar tegundir að ræða. Höfundur vill jafnvel ganga enn lengra og segja að ekki sé um tegundir að ræða heldur mistök af náttúrunnar hendi, frávik sem ber að hunsa.
En allavega þá gengur hluti Alkóhólikus Frónus í gegnum undarlegt stig í þroskaferli sínu, svokallað brekkusnigilsstig. Eingöngu er um lítinn hóp innan yfirtegundarinnar að ræða og mjög misjafnt er hversu lengi það stendur yfir. Hjá sumum einstaklingum líður þetta hjá á einni helgi á meðan aðrir fæðast beint á brekkusnigilsstigið og komast ekki af því það sem eftir er ævinnar.
Eitt er þó sameiginlegt hjá öllum einstaklingum á þessu stigi, fengitíminn.
Fengitíminn er einu sinni á ári og stendur yfir eina helgi, á þeim árstíma sem haust gerir sig klárt til að taka við af sumri. Þá flykkjast einstaklingar á brekkusnigilsstiginu á sama stað, stað sem býður upp á kjöraðstæður til mökunar með háu rakastig og góðri loftræstingu.
Þeir sem stúderað hafa hegðun brekkusniglana á fengitímanum kemur saman um að til að mökun eigi að heppnast sé brekkusniglinum mjög mikilvægt að ná upp jafnvægi í rakastigi innvortis og útvortis. Fyrr getur hann ekki athafnað sig við mökunardansinn, sem stendur mismunandi lengi yfir, allt eftir einstaklingum, sem og rakastigi.
Þá hefur einnig þótt markvert á hversu ólíkan hátt einstaklingar á brekkusnigilsstiginu bera sig að við mökun. Á meðan sumir draga sig inn í þar til gerðar skeljar þá eru aðrir sem láta sig skeljar engu skipta og maka sig við náttúrulega aðstæður, upp í brekku.
Lengi má hafa orðræðu um þetta stórmerkilega fyrirbæri, en betra er þó að láta staðar numið hér, láta létta kynningu á fyrirbærinu duga.
Lifið heil!
Skál!!!

fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Ætli...

...að það sé jafn vont að fá flugu í höfuðið eins og að fá flugu í augað. Bæði allavega í neikvæðari kantinum, annað líkamlega og hitt tilfinningalega. Svo byrgja báðir atburðirnir manni sýn á raunveruleikann. Þannig að niðurstaðan er sú að bæði eru jafn vond á sitt hvoru tilfinningasviðinu.
Ef svona uppljómanir eru ekki ástæða til þess að fara fram úr á morgnana þá veit ég ekki hvað.
Þoli annars ekki kossaflens og óþarfa ástúð á almannafæri. Bara þoli það ekki. Bara svo að það sé á hreinu.
Skál!!!

laugardagur, 28. júlí 2007

Kolefnisjöfnuðum...

...oss á vandræðum lífsins. Kostaði oss stórpening og Kaupþing græddi á öllu saman. Eins og kvekenden fái ekki nóg í vexti og þjónustugjöld frá oss. Vér erum verulega slakir yfir þessu öllu núna. Reyndar kannski ekki alveg málið hjá oss að kolefnisjafna.
Meira erum vér í þörf til að metangasjafna oss. En það er notturlega ekki í tísku að bæta upp prump. Hugsanlega ekki vinsælt hjá viðkvæma umhverfisverndarpakkinu. Vill ekki láta vita að það mengar með rassinum á sér.
Er annars staddur á Rundevej að fagna heimkomu frænkuskjátunnar. Grefilsins gleði. Gaman og glens.
Skál!!!

föstudagur, 27. júlí 2007

Grasekkill...

...ei meir frá og með aðfaranótt sunnudags. Gimbrin að snúa til baka úr beit í sólskinshaganum á Pýrenea-afréttinum. Geimveran gleðst yfir því.
Hef annars orðið var óróa í áru klakans. Ætli frænkuskjátan sé ekki lent með tilheyrandi látum.
Skál!!!

Af...

...því mig hefur alltaf langað til þess!
Einfaldasta svarið þegar löggan spyr mann akkuru mar stal fána á bensínstöð og notaði hann sem skikkju á meðan mar hljóp nakinn um Mosfellsbæinn. Frábær frétt!
Skál!!!

fimmtudagur, 26. júlí 2007

Sumum...

...finnst óþolandi að muna ekki draumana sína. Mér finnst óþolandi að muna ekki morguninn eftir hvað mér fannst svona fyndið og/eða merkilegt þegar ég lá uppi í rúmi kvöldið áður og beið eftir að svefnperrinn Óli lokbrá úr Vogunum kæmi og negldi aftur á mér augnlokin.
Hef annars gert mér grein fyrir því að rauðvín drukkið eins og það sé Budweiser-hland er ekki gott til árangurs ef mar ætlar sér að taka þátt í allri gleðinni. Gerir mann svo obboslega þungan eitthvað í skrokkunum og, svo ég tali nú ekki um, augnlokunum, verri negling en hjá svefnperranum.
En síðan er það notturlega spurning um hvort mar sé yfir höfuð að missa af einhverju. Partíörlagadísirnar búnar að spinna mann þannig úr garði að mar tekur út sína gleði á sínum tíma. Óháð úthaldi annarra. Eða hvað?
Skál!!!

miðvikudagur, 25. júlí 2007

Svona...

...fór um sjóferð þá! Og ekki söguna meir!

föstudagur, 20. júlí 2007

Blæðingar

Tískuorð eru alger sérkapítuli í íslenskum fjölmiðlum, sem og annars staðar í þjóðfélaginu. Nýjasta nýtt á þeim markaði eru 'blæðingar'. Nú eru margir af helstu vegum landsins byrjaðir á blæðingum.
Get ekki annað en velt fyrir mér hvort vegir hafi reglulega eða óreglulega tíðahringi. Vegurinn um Kræklingahlíð virðist vera með nokkuð reglulegar, eða frekar tíðar, tíðir. Alla vega tvisvar farið á túr í sumar.
Ands... það er svo mikið af orðaleikjatækifærum hérna að það liggur við að mar leggi niður vinnu til að sinna þessum skrifum.
En allt gott endar.
Brullaup í Hrútafirði á morgun. Ósóminn að ganga í það heilaga. Geimveran ætlar í leitir. Hljóta að vera einhverjar kindur þarna. Samt ekki víst. Þetta heitir víst einu sinni Hrútafjörður. Mar fer þá bara í ullina og kumrar í átt að Börsungalóni. Hvar gimbrin manns geymir sig þessa dagana.
Úbbs... vinna...
Síðar!

fimmtudagur, 19. júlí 2007

Undarlegt...

...hvað þetta er allt undarlegt. Sérstaklega þegar mar hittir konu sem er á árs há tíðum. Hljóp sem fætur toguðu. Þannig að hún tók nú fram úr mér, gæskan.
Skál!!!

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Hefur...

...einhver hitt kvenmann sem hefur verið á árs tíðum?
Eða þá konu sem er á há tíðum?
Ég hitti samt einu sinni einn sem var svo sjald gæfur að það var bara búið að klappa honum einu sinni.
Farinn að skjóta mig í hvirfilinn.
Svússj!!!

þriðjudagur, 17. júlí 2007

Ostaveisla...

...getur verið svo óaðlaðandi orð.
Annars tíðindalítið af vesturvígstöðvunum, segja þeir mér. Ekki það að mér sé ekki sama. Veit ekki hvar þessar vígstöðvar eru einu sinni. Mar hefur engan áhuga á fréttum frá svæðum sem mar veit ekki hvar eru. Ég hef notturlega ekki áhuga á neinum vígstöðvum, ef út í það er farið. Skil ekki hvað þar fer fram.
Nema kannski helst þegar nágrannar fara í stríð. Það er notturlega ekkert annað en hrepparígur sem fer úr böndunum.
Eða kannski ekki.
Hvað veit mar sossum?
Ekki neitt!
Úff! Miðað við þessar vangaveltur er greinilegt að skortur á blindafylleríi er farinn að gera vart við sig. Núllstilling er nauðsynleg, hvað úr hverju. Annars er voðinn vís.
Farinn að redda þessu.
Skál!!!

föstudagur, 13. júlí 2007

Helgin...

...er mætt. Má ekki vera að þessu né hinu.
Hóhó og hibbhibb!

þriðjudagur, 10. júlí 2007

Sólbrunnin...

...geimvera forðast svo margt!

föstudagur, 6. júlí 2007

Varð...

...bara að hálf endurtaka mig hér fyrir neðan. Langaði svo að setja inn færslu þar sem fyrirsögnin var lengri en meginmálið. Svona er mar nú takmarkaður einstaklingur með einfaldar þarfir.
Annars er helgi.
Er það ekki ágætt?
Skál!!!

Algerlega...

...tómur.

fimmtudagur, 5. júlí 2007

Gersamlega...

...tómur.
Síðar!!!

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Alveg...

...merkilegt hvað það slaknar rosalega á pungskinninu þegar það er heitt í veðri. Alveg ótrúlega mikið. Svo mikið að ég var rétt í þessu að renna skrifborðsstólnum mínum yfir lufsunar, með viðeigandi angistarópum.
Tja...

mánudagur, 2. júlí 2007

Heimurinn...

...er að farast.
Ég er allavega að farast úr hita.
Kemur það á ekki sama stað niður?

laugardagur, 30. júní 2007

Elska...

...lyktina sem gýs upp þegar hjól efnahagslífsins reykspóla.
Já, er í vinnunni á þessum góðviðris laugardegi.
Er eitthvað að því?

Vinna, vinna!
Vinnu að inna,
einhver þarf.
Annars eignast
enginn larf
né leikföng fín.
Letibykkjur,
vinnulykkjur
fallnar,
fá bætur.
Láta sér fátt um finnast
er sveittur mar
sinni vinnu innir.

Eða eitthvað í þá áttina, sko.
Skál!!!

föstudagur, 29. júní 2007

Samlegðaráhrif...

...er eitt af tískuorðum viðskiptalífsins, og ekkert nema gott um að það segja enda um tiltölulega gegnsætt orð að ræða. Get þó ekki af því gert að mér finnst eitthvað obbolítið kynferðislegt við þetta orð.
Sko, tvennt liggur saman (tek dæmið út frá samlegð konu og karls þar sem slíkt dæmi hentar betur, þótt samkynhneigð samlegð eigi við að einhverju leyti). Skammtíma samlegðaráhrif slíks væru þá sjálfsagt fullnægingar beggja aðila, gott í stuttan tíma. Hjá fyrirtækjum væri það sjálfsagt skyndileg hækkun hlutabréfa og aukið fjármagn, fjárhagsleg endorfín-innspýting.
Langtíma afleiðingar samlegðaráhrifa karls og konu væri hins vegar getnaður, ávöxtun til langframa. Alveg eins og langtíma vöxtur sameinaðra fyrirtækja. Eiginleg stækkun, ef svo má að orði komast.
Eða ekki.
Skál!!!

fimmtudagur, 28. júní 2007

Asskoti...

...góður þessi pistill.

Vandkvæði við vindgang

Pontíus nokkur Pílatus
potaði í bumbu.
Passaði sig ekki á því
að bumban var í
frjórri gimbur.
Nú Ponti P.
á fullt af fé
sem latneskt jarmar
mae mae mae!

mánudagur, 25. júní 2007

Kominn...

...mánudagur?! Jiminn, hvað tíminn flýgur þegar mar keyrir 1200 plús eitthvað kílómetra á rúmum sólarhring. Og lendir í því að það springur dekk á leið á og frá áfangastaðinum, á sama stað undir bílnum. Hverjar eru líkurnar á því?
Hef annars ekkert að segja. Veit ekki alminnilega hvers vegna ég byrjaði að pikka inn stafi hérna. Óljós þörf til að tjá mig um eitthvað sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað er og kem því ekki í orð önnur en marklausa runu sem þessa.
Jú, heilagt stríð gegn vegagerð ríkisins. Vestfirðir og suðurfirðir Austfjarða virðast algerlega utan sjónarhrings vegagerðarinnar. Hvað á það að þýða leggja veg í gegnum lausa grjótskriðu? Afhverju eru ómalbikaður fleiri kílómetra kafli í Berufirði, að mig minnir, en innan hans nokkur hundruð metrar með bundnu slitlagi beggja vegna einnar brúar og beggja vegna heimkeyrslu að einum sveitabæ? Hver er lógíkin? Er þetta lið allt meira og minna stofnanamatur? Sem leiðir af sér spurninguna um hvort borið sé fram mannakjöt á stofnunum. Nógu oft hefur mar heyrt talað um að þessi og hinn séu stofnanamatur.
Veit ekki svei mér þá. Spurning um að fá sér einn bjór og hugsa málið frekar.
Skál!!!

föstudagur, 22. júní 2007

Farinn...

...austur á firði að kveðja langömmu Siggu.
Bið ykkur öll vel að lifa og megi helgin vera ykkur ánægjuleg.

miðvikudagur, 20. júní 2007

Langaði...

...bara að færa „karlrembuæluna“ aðeins neðar á síðunni. Gengur ekki að mar líti út fyrir að vera staddur í reykfylltu bakherbergi með öðrum testesterónpungum að plotta gegn estrógenhylkjunum.
Skil annars ekki þá sjálfspíningarhvöt að fylgjast með graðhesti í merarstóði. Kíkti nebblega með Krillunni í sveitina seinni partinn í gær. Ma og pa óku með okkur í Grafarnesið að líta á folöldin.
Allavega, þá er ekki nóg með það að graddakvikindið vaði í píkum sem ólmar vilja hann, og rífast um hann eins og ég veit ekki hvað, heldur skartar kvikindið líka einhverju sem vægast sagt er ekki hægt að kalla annað en lífshættulegt vopn. Þarna stendur mar svo og gónir öfundaraugum og heldur svo í burtu allur eitthvað svo lítill og afskiptur, að það hálfa væri nóg.
Til að bæta gráu ofan á svart skilur gaurinn síðan merarnar allar eftir fylfullar síðla sumars og þarf engar áhyggjur að hafa af meðlögum og uppeldi.
Piff!!! Hvar er réttlætið, spyr ég nú bara.
Hmm... Það kannski jafnast út með því að graddar hafa ekki aðgang að bjór.
Skál!!!

þriðjudagur, 19. júní 2007

Blátt...

...áfram í dag.
Hefði ég áttað mig á því hvaða dagur er í dag, þegar ég vaknaði, hefði ég klæðst einhverju bláu. Ekki það að alsvartur klæðnaður eigi ekki við þegar ein hagsmunasamtök virðast hafa svo mikil ítök í þjóðfélaginu að heill veffréttamiðill klæðist bleiku í tilefni af degi þeirra. Já, og brúnir skór, til að tákna ökkladjúpan femínistafasistaskítinn (held ég hafi botnrekið árina þarna á fjörtíu faðma dýpi) sem mar veður í dag.
Styð heils hugar jafnrétti allra, manna, dýra og plantna, stokka og steina, álfa og allra þessa heims sem annarra; ekki forréttindi eins hóps yfir aðra, vegna ýmiss ranglætis sem yfir hann hefur gengið, ímyndað eða ekki; nema kannski í mesta lagi aðstoð við hópa sem félagslega eru í skítnum, sem konur eru ekki.
Voðalega frjálshyggja er í mér í dag. Komminn bara eins og laminn rakki úti í horni.
Farinn á hádegisbarinn að skála í rauðvíni með Hannesi Hólmsteini og Andrési Magnúsar.
Skál!!!

„Síðbúin viðbót:
Ehrmm... En sko til hamingju með 92 ára kosningarétt, stelpur. :)“

mánudagur, 18. júní 2007

Mar...

...prumpar ekki fyrst með stækju og svo með óhljóðum á myndabanda- og DVD-diska-leigum og stendur svo eins og ekkert hafi í skorist með kornabarnið sitt í burðapoka framan á brjóstkassanum. Ef þetta var þá ekki kellingin hans. Sem væri notturlega enn hræðilegara, því konur prumpa hvorki né skíta. Ekki í þeim heimi sem ég hef búið mér til.
Mar spyr sig bara hvernig aumingja kornabarninu hafi liðið. Ekki gat það hlaupið í burtu. Pikkfast í skýtafýlu dauðans. Á mar ekki að tilkynna svona hegðun til barnaverndaryfirvalda? Svo mar tali nú ekki um grey afgreiðslugaurinn. Ekki gat hann hlaupið út. Á mar ekki að tilkynna svona til myndabanda- og DVD-diskaleiguafgreiðslufólksverndaryfirvalda?
Mar bara spyr sig!!!
Fjúff!!!

laugardagur, 16. júní 2007

Andskoti...

...get ég verið takmarkaður þegar kemur að því að taka til þar sem allt er í óreiðu. Er einmitt í þessu augnabliki að reyna að byrja á að gera upp fortíðina sem liggur í kössum hér í sloti foreldra minna. Get bara ómögulega ákveðið hvar ég á að byrja í kassakraðakinu. Heilinn í mér höndlar bara ekki óreiðuna og fer allur í keng og kúkalykt.
Auk þess á ég hrikalega erfitt með að henda hlutum. Mér telst til að það sé eitthvað sem ég hef erft eftir ömmu Diddu. Við erum líka notturlega bæði meyjar. Eitthvað hef ég heyrt út undan mér að það sé ekki í eðli slíkra að fleygja dóti. Ekki það að ég taki mikið mark á stjörnumerkjunum, sko. Djöfuls kukl og vitleysa.
Síðar!
Svússj!!!

miðvikudagur, 13. júní 2007

Hver...

...hefði haldið að saltað hrosskjöt, kartöflur, bjór, viskítár og hákarl sætu svona í manni daginn eftir. Mar bara spyr sig.
Spoing!!!

laugardagur, 9. júní 2007

Kosmískar...

...hamingjuóskir til handa Hr. viðskiptafræðingi Glókolli frænda. Útskrifaður með láði jafnt sem legi frá hrrrr. Gleðst nú með honum á Rundestrassen.
Hann lengi lifi!
Húrra! Húrra! Húrra!
Skál!!!

fimmtudagur, 7. júní 2007

Of...

...pólitískur að verða. Má ekki.
Sá hund áðan. Ætlaði að sparka í hann en rann á bananahýði og datt bossaflatur beint á kókflösku. Næ henni ekki út. Þarf að finna einhver með nógu langar hendur til að komast í botnlangann á mér.
Líður samt vel í pungnum, sko.
Skál!!!

„Á...

...rangri hillu“ mun sjálfsævisaga mín kallast. Þar mun ég kvarta, þusa og tuða á yfir 400 blaðsíðum yfir því að hafa ekki gerst þingmaður eða ráðherra (með úberrúmar eftirlaunagreiðslur) eða seðlabankastjóri (sem á einum degi hækkar um 200.000 krónur í launum, og enginn æmtir né skræmtir).
Farinn í fýlu!!!

miðvikudagur, 6. júní 2007

Get...

...ekki orða bundist. Femínismi er sossum gott og blessað fyrirbæri. Alltaf gott að fólk hafi eitthvað að aðhyllast ef það meikar ekki fljótandi fyrirbæri eins og raunveruleikann og vill koma einhverju skikki og reglu á hlutina. Og allur er ég með jafnrétti hvers konar, hvort sem það er kynja, kynþátta, kynslóða, kynhneigðar, tegunda eða annarrar gerðar. (Undanskilin er þar að sjálfsögðu rollan (Kindinni allt) sem situr efst í virðingastiganum og hefur meiri rétt en allt og allir.)
Hins vegar eiga fylgjendur femínisma það til að detta í helst til mikið fórnarlambahlutverk, svona karlmenn-eru-vondir-við-konur-alltaf-og-ávallt.
Skýrt dæmi þess er þetta moggablogg, blogg femmans Sóleyjar Tómasdóttur (er það kannski óviðeigandi að setja karlkyns merkimiða fyrir framan nafnið hennar).
Hér er upphaf bloggfærslunnar:
„Lækna- og lyfjavísindin eru eitt skýrasta afsprengi kynjakerfisins. Þessar greinar hafa verið byggðar upp af körlum og forsendur kvenna oftar en ekki gleymst.
Getnaðarvarnir eru gott dæmi. Hvernig stendur á því að aðeins ein (og algjörlega meinlaus) getnaðarvörn er á markaði fyrir karla? -Á meðan aragrúi ólíkra hormónalyfja er í boði fyrir konur.

Allt í einu eru getnaðarvarnir orðnar sönnun illsku karlmanna gagnvart konum.
Veit sossum ekki hvað ég er að nöldra yfir þessu. Kannski er það niðurlagið í greininn þar sem hún segir að karlmenn eigi að fara axla ábyrgð í þessum málum og vanda sig við rannsóknir sínar. Þar með er hún búin að dæma konur út úr rannsóknarstörfum og vísindum. Þær eru víst of uppteknar heima við hússtörf og barneignir, jú og að eiga við almennt heilsuleysi vegna ólyfjanna sem við karlmenn dælum í þær í gegnum lyfjageirann.
Veit svei mér þá ekki. Þessi skrif notturlega dæma sig sjálf, ef út í það er farið.
Þoli bara ekki svona fórnarlambavæl!
Skál!!!

þriðjudagur, 5. júní 2007

Merkilegur...

...þykir mér þessi fróðleiksmoli. Surtseyjargosinu lauk sama dag og Sex daga stríðið hófst fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrir nákvæmlega 40 árum síðan.
Tilviljun, guðsviljun? Óviljun eða áviljun?

Rigningin...

...er góð fyrir gróðurinn. Það sem er gott fyrir gróðurinn er gott fyrir kindina. Það sem er gott fyrir kindina er gott fyrir okkur.
Þannig að, hættið þessu væli!
Kindinni allt!

mánudagur, 4. júní 2007

Fór...

...á barinn áðan til að renna í gegnum boðbera sannleikans sem er Morgunblaðið og renna niður löglegu vímuefni í formi kaffis. Mar verður lengi að venjast því að setjast niður á barnum án þess að geta fengið sér sígó. Ef mar venst því nokkurn tíma.
Spjallaði við Krúsa barþjón og hann sagði mér að helgin hefði verið frekar döpur. Lítið að gera. Auk þess sem gærkvöldið hefði verið steindautt. Ein og ein hræða inn á stöðum ef þeir voru hreinlega ekki lokaðir fyrir miðnætti.
Spurning hvað það eru margir staðir sem eiga eftir að þola þennan skell. Reyklausa liðið er allavega ekki að láta sjá sig strax, samkvæmt þessu.
Ekki það að mér sé ekki skítsama.
Skál!!!

Ég...

...er nú oft á öndverðum meiði við frjálshyggjupostulann Andrés Magnússon. Hins vegar kemur fyrir að leiðir skoðana okkar skerast, eins og t.d. hérna.
Er annars mjög sáttur við lífið og tilveruna.
Skál!!!

föstudagur, 1. júní 2007

Farinn...

...úr vinnu, út á land, í bústað.
Passið ykkur á ljóta reykingafólkinu og tilkynnið lögreglu tafarlaust ef ljóta reykingafólkið ætlar að menga fyrir starfsfólki skemmtistaða í nikótínfráhvörfum.
Sjáumst!!!

Veit...

...ekki með aðra. Ég er allavega kolfallinn fyrir þessu lagi, að öllu leyti.
Verkjar annars næstum því í lungun. Reykti greinilega ekki nóg í gær.
Síðar!!!

fimmtudagur, 31. maí 2007

Síðasti...

...í reykingum á börum bæjarins. Forsjárhyggjupakkið fékk sitt fram og nú verður mar að sitja heima hjá sér og drekka og reykja. Verð nauðsynlega að redda mér kellingu og börnum til að berja endrum og eins. Svona svo þetta verði ekki mónótónískt.
En þetta kallar á að mar smelli botninum á sér niður á einhverri knæpunni og haldi sig á innsoginu eitthvað fram eftir kvöldi. Tel nokkuð víst að það verði dálítið spes stemmning í miðbænum í kvöld.
Farinn!!!
Fjúss!!!

þriðjudagur, 29. maí 2007

Blah...

...ætlaði mér að semja eitt stykki stöku um lífið og tilveruna en þegar á hólminn var komið rann skáldagyðjan. Sá bara undir iljarnar á'enni niður Hverfisgötuna. Örugglega falið sig inn á Belly's.
Talandi um bjór...
Síðar!!!

mánudagur, 28. maí 2007

Getur...

...einn maður valdið bráðaþenslu í hagkerfinu? Ef svo er þá biðst ég afsökunar á að vinna svona mikið. Eða míkíð. Það er nú ekki eins og mar hafi þörf fyrir vökustaura. Mar notturlega er bara að gera lítið úr þeim sem unnu baki brotnu við að byggja traust þjóðfélag undir vanþakklátt rassgatið á manni.
Sveiattan. Mar er nú meiri helvítis vælukjóinn.
Ætlaði líka eitthvað að tala um óreglulegar blæðingar og heimatilbúinn líters-álfabikar úr dekkjagúmmíi. En það bíður bara betri tíma.
Skál!!!

fimmtudagur, 24. maí 2007

Mikið...

...ósköp vildi ég nú hafa eitthvað að tala um núna. En nei, ekkert að gerast í hausnum á mér. Og svo eru fémínístarnír búnir að slíta út umræðunni um karlrembumenninguna í Sjálfstæðisflokknum. Fari það í fúlan pytt! Ég sem ætlaði þvílíkt að rífa mig yfir því.
En mar getur þó glaðst yfir góðu dagsverki. Klukkan að verða tíu að kveldi og ég að hætta að vinna. Ef að gangurinn í vél þjóðarskútunnar er ekki góður núna þá skal ég hundur heita, míga utan í næsta ljósastaur og riðlast svo á löppinni á einhverjum saklausum vegfaranda.
Úbbs.
Sá lífinu bregða fyrir!
Síðar!

Tékkið...

...á þessu!

miðvikudagur, 23. maí 2007

„Sestu!“...

...öskraði einhver óður hundaeigandi á hundinn sinn í nágrenni við mig þegar ég var að labba í vinnuna áðan. Ég notturlega hlýddi, jafn svefndrukkinn og ég var. Þrumaði mér niður á hækjur mínar og beint á svona grænan gaur sem stendur við Laugaveginn.
Þannig fékk ég minn ósmurða skammt í rassgatið fyrir þennan daginn. Vonandi veit þetta á gott fyrir úrslitaleikinn í kvöld. Er ekki eitt ósmurt á dag, eitthvað sem kemur skapinu í lag og leggur línur fyrir lukkulegt líf það sem eftir lifir þessa sólarhrings.
Áfram Liverpool!!!
Skál!!!

p.s. bæðevei. þeim sem eru að hita upp fyrir leikinn í kvöld er bent á að kíkja á geiminn minn; leiðarvísir hér til hægri.

mánudagur, 21. maí 2007

Djöfull hlæ...

...ég að öllum þeim bjartsýnissauðum sem héldu að sumarið væri gengið í garð. Ég get svo svarið það að meðfædd skerðing á skammtímaminni sumra Íslendinga veldur mér stöðugri undrun (sem er semsagt, mín meðfædda skerðing). Á hverju einasta ári er fólk byrjað að brosa sumarbrosinu sínu við smá glennu í apríl eða maí. Eingöngu til að láta veðurguðina kýla sig í magann með góðu vorhreti.
Gott á ykkur, bjálfakálfarnir ykkar.
Af hverju þurfum við annars öll að byrja sem kvenkyns í kviði móður? Hvað á það að þýða að gera mér og öðrum karlmönnum þann grikk að ganga um samvaxna píkubarma í klofinu? Píkubarma sem búið er að troða út með svampi. Hvað er eiginlega málið? Í hvert skipti sem ég horfi á félagann þá verður mér hugsað til þess að þetta sé ekki neitt annað en pulla, eins og þær sem prýddu, og prýða enn, sófann hjá ömmu.
Ónotahrollurinn er út af við mig að gera. Gengur ekki. Genginn út úr vinnunni og eitthvert annað. Eitthvert þangað sem óþægilegar hugsanir sækja ekki á mig. Í eitthvað loftvarnarskýli gegn skítlegum hugsunum.
Skál!!!

fimmtudagur, 17. maí 2007

Nýtt...

...mottó. "Má ef má. Má líka ef má ekki." (Sorrí, kann ekki á íslenskar gæsalappir á fartölvunni hjá brósa.)
P.S. Það er kominn sturta í steinaldarhellinn. Ef það er ekki ástæða til að bleyta í litlu tánni! :)
Skál!!!

miðvikudagur, 16. maí 2007

Hátíðahöld...

...til heiðurs Sússa landasala liggja nú fyrir dyrum. (Hér ætti að vera standa í en í anda hátíðarinnar þá liggur þetta allt.) Enn skal haldið upp á maðurinn reis ítrekað aftur á lappir eftir hvert gengdarlausa fylleríð á fætur öðru. Það tekur á að sjá partíinu fyrir brennivíni, sjáiði til.
Hef þó enn ekki gert það upp við mig hvort ég, persónulega, taki þátt í þeim hátíðahöldum. Ligg þó undir töluverðum tölfræðilegum og sögulegum þrýstingi sjálfs míns um þátttöku í hvers kyns hátíðahöldum og ekki hátíðahöldum. Þannig að sjálfsagt sést mar einvers staðar illa til reika, liggjandi í ræsinu með sælubros á vör.
Lenti annars í alveg svakalega leiðinlegu atviki áðan. Þannig var mál með vexti að ég stend yfir gólftengda postulíninu á baðherberginu og er í hægðum mínum að pissa. (Og nei, ég var ekki búinn að kúka á gólfið.) Nóg um það. Nú líður og bíður. Bunan hæg að venju enda þrútinn kirtillinn til trafala eðlilegu flæði þvagsins.
Að lokum sér þó fyrir endann á útstreyminu og og samkvæmt venju lýkur því skyndilega, enda lítill þrýstingur eftir til að ýta kirtlinum til hliðar. Þá taka notturlega við hefðbundnar aðfarir. Mar setur sig í stellingar og svo er tutlað; ná þessum leiðinlegu litlu uppsöfnuðu pollum sem eftir sitja. En viti menn. Í fyrsta tutli, tekur ekki síður pungurinn sig á flug, út um buxnaklaufina og þaðan sem leið liggur beint í hálf volgt klósettvatnið, ellegar hlandgult vatnið og hálf volgt.
Rennur þá notturlega upp fyrir mér aumum og aulalegum manninum að ég hafði gleymt venjubundnum undirbúningi fyrir úrskvett úr skinnsokknum. Undirbúningi sem gengur út á að leggja skinnhrúguna í handlaugina, láta þar ískalt vatnið vinna sína vinnu og fylgjast með pokanum draga sig saman í það sem kallast mætti nokkuð eðlilega stærð, stærð sem gerir manni kleift að tutla keytu úr tillanum, án þess að með fylgi eistu og allt.
Svona er nú lífið flókið.
Skál!

þriðjudagur, 15. maí 2007

Kokkfjanda...

...andskotans fífl! Ertu að stela uppskriftinni minni?!!!
Sit hér fyrir framan sjónvarp sem sýnir Innlit/útlit (ekki spyrja mig akkuru ég er ekki hlaupinn út), eða Einsleit/fráleit, eins og ég kýs að kalla það. Er ekki einhver kokkandskoti þar að stinga parmaskinku og mygluosti í kjúklingabringur. Hefði átt að sækja um einkaleyfi á þessu þegar mér datt þetta í hug. Reyndar léttsteikir aulinn þetta og setur í ofn í stað þess grilla þetta eins og sannur karlmaður. Eru allir karlmenn orðnir hommar?!! Mar bara spyr sig.
En mar getur notturlega ekki verið þekktur fyrir annað en að grilla eins og frummaðurinn sem mar er þegar mar hefur slegist ljón.
Síðar!!!

Dreymdi...

...hálf skrýtinn draum í morgun. Það voru komin ljón í garðinn í gamla ættaróðalið Smáratúnsslektisins, Smáratún. Þetta var doltið langur draumur og ég man lítið frá honum fyrr en ljónin komu til sögunnar.
Litlu frændsystkynin mín voru aftur orðin lítil börn og voru að væflast úti. Ég alveg móðursjúkur inni í Smáratúni þegar ég fattaði ljónin. Æddi út í dyr og kallaði á krakkana ofur varlega til að vekja ekki athygli ljónanna. Einhvern veginn virtust þau samt ekki hafa áhuga á krökkunum og einhvern veginn sluppu öll ómeidd.
En næsta sem ég veit er að ég sé nokkur ljón rífa í sig lítinn hvolp, gott ef ekki labrador, svona ljósan. Þá fer allt að gerast. Ég og Heimir frændi tökum eftir fleiri hvolpum og ryðjumst út til að redda þeim áður en ljónin taka þá. Við erum komnir inn fyrir þvottahúsdyr með tvo af þrem. Sá þriðji er nýkominn inn fyrir þröskuldinn þegar eitt ljónið er komið í gættina.
Ég vakna upp við það að ég er að slá út í loftið til að reyna koma ljóninu í draumnum út, og gott ef ég öskraði ekki líka. Ekki alveg viss. Hef bara ekki haft svona draumfarir í háa herrans tíð, þ.e. sem ég man eftir.
Ætli þetta merki peninga?
Tja...
Lifið heil!
Skál!!!

Örugglega...

...næstbesta tónlistarsíðan sem ég hef farið inn á!

mánudagur, 14. maí 2007

Gleymdi...

...að minnast á hvað ég er enn pirraður eftir kjördaginn. Fór í sakleysi mínu niður í Ráðhús að kjósa, einungis til að komast að því að ég er ekki á kjörskrá í Reykjvík norður, eins og ég taldi mig vera. Nei nei, enn er ég skráður á Hellu. Af þeim sökum þurfti ég að bruna í Laugardalshöll og kjósa utankjörstaðar og fara svo með umslagið upp í Valhöll, þar sem þeir voru með sendingarþjónustu.
Ekki að þetta væri ekki nóg. Þegar mar kýs svona utankjörstaðar þá fær mar seðil sem stendur á kjörseðill og svo á mar að stimpla listabókstaf á snepilinn. Semsagt minnimáttar atkvæði. Ekki hægt að strika út ef mar er ekki sáttur við einhvern.
Djöfull hvað þetta fór í taugarnar á mér og gerir enn.
Annars er ég búinn að fatta að ég bý í steinaldarhelli. Þar er ekkert sjónvarp að sjá, ekkert útvarp og internetið hefur ekki heldur ratað inn til mín, hlýtur að vera villt einhvers staðar í Þingholtunum, sem búa, svei mér þá, yfir nánast jafn flóknu gatnakerfi og Kópavogur, fyrir þá semsagt sem ekki eru innvinklaðir í þau fræði.
En það kannski kemur með kalda (og heita vatninu) í sturtunni þegar ég er búinn að setja upp blöndunartækin (leiðrétting: þegar ég er búinn að LÁTA setja blöndunartækin upp FYRIR mig). Kominn tími á það fyrst ég var lox að klára að kítta meðfram listunum í sturtubotninum í kvöld.
Eníhú.
Tútílú!

Að venju...

...átti helgin sínar góðu og ekki svo góðu hliðar. Auðvitað er það allt ritskoðað. Ekki fyrir hvern sem er að lesa um óhófið. Samt ein þessara helga sem lætur mann skoða í eigin nafla með afskræmdan íhugunarsvip í ásjónunni. Núllstillingin kannski helst til mikil.
En hvað um það! Hér dugar ekkert væl. Best bara að rísa hnarreistur í upphafi vinnuviku, horfa ákveðnum augum framan í lífið og segja því að halda sér á mottunni.
Skál!!!

laugardagur, 12. maí 2007

Styttist...

...óðum í að maður baði sig í sólarljósi því sem skín á mann þegar mar grípur blýantinn og þykist ráða einhverju í sturtuklefa lýðræðisins, eins og einhver mætur maður kallaði þetta. Ekkert sérstaklega búinn að ákveða mig. Geri það í sturtunni. Verst að x-ið manns endar, virðist vera, alltaf á B. Merkilegur erfðasjúkdómur þessi framsóknarmennska í okkur Íslendingum.
Annars planið þetta venjulega hjá Frónverja á kosningadag. Hella sig blindfullan eftir að hafa kosið, svona til að losna við óbragðið úr munninum; óbragðið sem fylgir því þegar mar afhendir lýðræðið yfir til fulltrúanna, sem svo fara með valdið eins og þeim sýnist, ekki mér.
Eníhú.
Lifið heil!
Skál!!!

föstudagur, 11. maí 2007

Get...

...ekki ekki kosið þennan mann!

fimmtudagur, 10. maí 2007

Djöfull...

...hef ég illan (eða var það vondan) bifur fyrir þessari helgi. Það svoleiðis vellur útúr fólki djammgeðveikin og hefur gert frá því á mánudag. Ég get svo svarið fyrir það.
En það er sossum ekkert skrýtið. Á einni og sömu helginni mætast próflok, júgravisjón og alþingiskosningar, auk þess að mánaðarmót eru nýliðin.
Með réttu ætti mar að skríða út í eitthvert horn og bíða þennan storm af sér, liggja í vari, eins og þeir segja á sjónum.
En það er víst ekki hægt. Mar verður að gleðja fólkið með fagurri drykkju.
Lifið heil!
Skál!!!

miðvikudagur, 9. maí 2007

Akkuru...

...er fólk alltaf að reyna fá mig til að drekka bjór með sér? Er það af því að ég segi alltaf já? Eða er það vegna þess að ég er svo góður í því að fólk getur ekki annað en fengið mig til að setjast hjá sér og horfa svo dolfallið á munúðarlegar aðfarir mínar að drykknum góða og smitast af ástarbrímanum sem leggur frá mér þegar ég strýk áfallið af glasinu og greiði hárið á mér með því?
Tja...þegar stórt er spurt? (og nei, ég er ekki að stæla Steingrím Sævarr!)
Skál!!!

þriðjudagur, 8. maí 2007

Örugglega...

...besta tónlistarsíðan sem ég hef farið inn á!
Skál!!!

Alger klikkun!

Djöfull getur hausinn á manni orðið hlandmígandiskítgeðveikur stundum. Svo gersamlega útúr kortinu að manni langar mest til að skrúfa hann af senda í viðgerð því mar nennir ekki að vera í félagsskap hans (manns sjálfs) stundinni lengur.
Sem dæmi um þetta lá ég andvaka í nótt. Það er sossum ekki í frásögur færandi utan þess að úr lausu lofti greip heilinn á mér eftirfarandi setningu: „Ljótt er að ljúga“.
Það næsta sem ég verð var við er að heilinn á mér er farinn að spinna aftan við þetta þessa líka biturðarsoraóhvaðþettaeralltógeðslegtogsiðspillt-rununa. Og hún er eftirfarandi:

Ljótt er að ljúga,
sukka og sjúga
tólin á fólum
í ókunnum bólum.
Ríta og ríða.
Sjá skeiðvöllinn skrýða
kuntuna víða
og barmana síða.
Ojj, hrynjum í'ða!

Um varð mér og ó. Og þegar í „barmana síða“ var komið greip ég til minna ráða og setti punkt við þessar subbulegu hugsanir með „Ojj, hrynjum í'ða“.
Hvurslax maður hugsar svona? Eða var þetta einungis kaffið sem ég drakk of mikið af rétt fyrir svefninn? Eða finnst mér lífið svona yfirgengilegt að ég er farinn að koma með einhvern Sússa-boðskap í formi subbukveðskapar sem hvetur til andlegrar deyfingar frá viðbjóði heimsins með drykkju? Ellegar?
Allavega sagði ég við sjálfan mig að svona gengi ekki, hér þyrfti til annarra og fegurri orða að grípa svo svefni mætti festa. Sem er dálítið fatalt þegar mar spáir í það. Er að reyna að sofna en ákveð að ég verði að mæta yanginu með jafnmiklu yingi (eða var það öfugt) og semja nýtt ljóð og fegurra; óð til hins fagra og góða og afslappaða og yndislega.
Var sossum ekkert að sofna hvort eð er þannig að hér er ljóðið:

Þar sem hæverskur andvari gælir við grasið.
Þar sem syngur einn smáfugl sinn ástþrungna söng.
Þar mig dreymir um ástina, döggina og ylinn.
Þar ég ligg og mig dreymir, um vorkvöldin löng.

Biðst forláts á að hafa brotið einhverjar reglur um uppbyggingu ljóða. Það var tónninn en ekki formið sem ég leitaðist eftir að fanga.
Er allavega orðinn mígandi geðveikur. Tel það koma til vegna þess að ég fékk mér ekki bjórinn sem Glókollur bauð mér með augum og líkamsstöðu í gær.
Tja, svona er lífið bara.
Lifið heil!
Skál!!!

mánudagur, 7. maí 2007

Ka...

...ffi! Er það málið svona rétt fyrir svefninn? Hefði ekki verið meira vit í að fá sér bjór? Hvað er ég að hugsa eiginlega?!!!
Skál!!!

sunnudagur, 6. maí 2007

Í...

...alvöru með kúkinn í brókunum núna. Eiríki Haukssyni að kenna. Frekar óhugguleg auglýsing með honum á mbl.is. Hálfskyggt andlitið glápir á mann með öðru auganu og blikkar svo skyndilega. Held að SPRON hafi gert mistök með henni þessari. Ætla allavega ekki að flytja viðskipti mín yfir til þeirra.
Annars vinna og aftur vinna.
Síðar!

laugardagur, 5. maí 2007

Með...

kúkinn í brókunum, berst hann um á hæl og hnakka. Með lífið í lúkunum, aldrei mun hann eignast krakka. Og hananú!
Skál!!!

„Sá...

...yðar sem syndur er stingi sér fyrst,“ sagði Sússi rétt eftir að hann breytti Galíleuvatni í vín og gekk svo yfir það (minnir að það hafi verið Galíleuvatn, en þeir sem betur vita leiðrétta mig þá bara). Það hélt allavega haugafullt liðið en áttaði sig ekki á því að Sússi var bara að gamna sér við það að busla í grynningunum.
Röng þýðing í biblíunni. Ekki bara röng þýðing heldur vitlaust sagt frá. Helvítis siðapostularnir hafa svert minningu Sússa. Mannsins sem reddaði landa hægri og vinstri og tilbað örugglega einn minna guða, Díóníusus, grískan guð víns og almennrar vitleysu.
Vinna.
Líf.
Lifið heil!
Skál!!!

fimmtudagur, 3. maí 2007

Hér...

...ekki
ver ekki
sneri ekki
sér ekki
skítinn fyrir sjálfum sér.
Lá ekki
smá ekki
sá ekki
sjá ekki
skítinn sem að situr hér.

Þetta...

...var kannski full þunglyndur endir hjá mér. Bara datt ekkert annað rím í hug og var eitthvað að flýta mér. Stundum er betur heim setið en af stað haldið. Eða kannski í þessu tilviki, betur kjafti haldið en kjálka sleppt. Eða kannski, delete haldið en enter sleppt. Eða...kannski bara ekki neitt.
Hefði þó getað notað orðið „alúð“, svona þegar mar fer að spá í það. Enda holan alúðleg með meira móti. Með þægilega nærveru, ellegar íveru.
Lifið heil!
Skál!!!

Einn...

...ég sit og sauma
inn í lítilli íbúð.
Enginn kemur að sjá mig,
nema einhver Úlfúð.

miðvikudagur, 2. maí 2007

Fann...

...málningu þarna á föstudaginn eftir sunnudaginn. Hvursu mikil mígandi fyllibytta er mar eiginlega? Ég og áfengi finnum ávallt einhverja leið til að sameina krafta okkar. Krafta sem er puðrað út í loftið á ómarkvissan hátt og tekur svo ofboðslega á að mar bara liggur flatur daginn eftir.
En svona er lífið. Alltaf að koma manni á óvart á einstaklega viðbúinn hátt.
Komst líka að því þetta svokallaða föstudagskvöld að reykingar eru ekki málið í rottuholunni. Ég, Krillan og Sigrúnin sáum ekki orðið út úr augum. Rofaði þó lítið eitt til þegar ég opnaði rifu á svefnherberginu. Það er hins vegar ekki eitthvað sem manni langar mikið til að strompa inní. Þetta verður að skoða aðeins betur. Kannski að vifta sé málið, ef margir mæta. Aldrei að vita hvað manni dettur í hug.
En eníhú!
Láta lítið fyrir sér fara.

mánudagur, 30. apríl 2007

Flókið...

að þurfa að upplifa föstudag beint á eftir sunnudegi. Þetta setur mann alveg úr jafnvægi. Sérstaklega er þetta illþolanlegt ástand þegar mar á ekki aur til að hella sig fullan. Djöfullegt alveg að þurfa að vera edrú. Hef aldrei almennilega náð að skilja það hugtak, edrú. Hvað er eiginlega betra en að vera þroskaheftur af drykkju? Liggjandi afvelta í ræsinu rænulaus? Eintóm sæla.
En allavega edrú, einn heima, sjónvarpslaus með bók í hönd. Það er dagskrá kvöldsins. Þið hin sjáið um að mála bæinn rauðann. Ég er búinn með málninguna.
Síðar.

laugardagur, 28. apríl 2007

Hvað...

...á það að þýða að vera sköltast svitastorkinn út á lífið klukkan rúmlega tvö að nóttu, með málningaslettur á höndunum og klepra í skorunni. Eins gott að þetta pakk sem stundar bæinn er svo gersamlega sneitt öllu sjón- og lyktarskyni og, ef út í það er farið, almennu hyggjuviti að það fattar ekki að á meðal þeirra gengur maður ei hreinn.
Annars eru ég að koma mér fyrir á jörðinni í dag. Í dag kemur geimskip að heiman með þeirri búslóð sem ég kem inn í rottuholuna. Í kvöld er svo leit að ám. Get víst ekki kallað þetta fyrstu leit. Né eftirleit. Kannski leitin á eftir hinni leitinni. Úff, hvað mér eru að detta fáranlegar myndlíkingar í hug núna. Ætla ekki að hafa þær eftir en þið sem hér dettið inn getið látið hugann reika og búið til ykkar eigin.
Er annars að losna við myglubragðið úr munninum og því ekki úr vegi að snúa sér að tiltekt og innflutningi þess sem er ekki þessa heims, né annars ef út í það er farið.
Lífið!
Farinn!

föstudagur, 27. apríl 2007

Hvernig...

...er hægt að vera sáttur við guð og menn? Fólk er fífl og guð er dauður. Hvaða fábjána datt þessi vitleysa í hug?

fimmtudagur, 26. apríl 2007

Tja...

...hvað getur maður sagt sossum? Allar hugsanir gærkvöldsins og horfnar út í veður og vind. Í staðinn sest í mann þyngsli vinnunnar...og lífsins.
Spurning um að gera eitthvað. Labba niður í bæ og sparka í sígauna? Nehh...þeir setja svo skemmtilegan lit á bæjarbraginn. Ný fjöl í fjölmenningarsamfélagið okkar. Mar brýtur ekki fjöl ef maður vill ganga öruggur á gólfi fjölmenningarsamfélags. Ekkert vit í því. Þess utan er ég ekki þannig innréttaður. Er nokk sama þótt auðnuleysingjar suður úr henni Evrópu ráfi hingað og spili á harmonikkur, létti á nokkrum vösum og láti sér líða vel. Bara gaman að því.
En hvað sem því líður þá er nú rétt að fara koma sér úr vinnu. Ráfa eitthvert og gera einhvern óskunda. Skunda til óskunda, skulum við frekar segja. Öxar við ána og allt það. Boðafallast í brjálæði og berserkjast á einhverjum bévítanum.
...neehh...PUNGUR...
Djöfullinn hafi það. Ætlaði ekki að minnast á það fyrirbæri enn einu sinni. Orðinn hundleiður á þessu. Get ekki skilið hvernig þeim örfáu hræðum sem rekast hér inn er farið að líða.
Best að kveðja.
Farinn að öskra ókvæðisorð að lífinu.

miðvikudagur, 25. apríl 2007

Skrýtið...

...þetta veður. Svona hvorki né veður. Eða bæði og. Of heitt til að vera í úlpu og of kalt til að vera í þunnum jakka. Hvað er til bragðs að taka?
Ein hugmynd sem ásækir mig í þessu tilefni er að pakka sér inn í punginn á sér, nógu djöfull er hann víðfeðmur. Þegar það er kalt þá herpist hann og þykknar og heldur betur á manni hita. Og í hita þá slaknar á honum og hann þynnist og heldur þar með hita verr.
Er líka að velta fyrir mér rennilás. Veit samt ekki alveg. Hef sett punginn á mér í svoleiðis fyrirbæri. Ekki skemmtilegasta upplifun lífs míns. Tannlæknirinn er engill með vængi við hlið þess. Veit um eitt verra en ætla ekki að útlista það hér. Dálítið dónalegt og ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Ætla allavega að útfæra þessa nýju flík frekar á meðan ég vinn.
Horfinn.

þriðjudagur, 24. apríl 2007

Jiminn

Það tók mig nákvæmlega þrjár færslur að komast í einhvers konar mótsögn við sjálfan mig, eða kannski frekar farinn að endurtaka sjálfan mig. Í 1. færslu sagðist ekki vera að fara neitt og í þeirri 3. segist ég alkominn. Var ég eiginlega búinn að taka það fram í fyrstu færslu.
Æ veit. Kannski að maður ætti bara að sleppa þessu. Ef það tók ekki meira en þetta til að fara endurtaka sig.
Úbbs. Heyri í lífinu.
Síðar!

Alkominn

Hef ákveðið að setjast hér að. Hef ekki nennu né andlegt þrek í að standa í þessum stöðugu ferðalögum. Síðan er líka meiri möguleiki á að ég nái einhverju innihaldsríku sambandi við eina golsótta. Þessi stuttu stopp hafa einhvern veginn ekki verið að gera sig. Maður fær bara þvert nei við ástleitnum spurningum sínum. Þetta jarmar bara með þjósti um að maður sé aumingi og eitthvað þaðan af verra. Og segist ætla að sækja sína ást annað. Get ekki lengur lifað við þetta á löngum einmanalegum ferðalögum um alheiminn. Of mikill tími til að hugsa. Ætla frekar að sitja stöðugt undir jarminu. Maður þarf ekki að hugsa á meðan.
Eníhú.
Eitthvað meir eftir þessa afdrifaríku ákvörðun. Get svo svarið. Svo meir er ég að ég held að pungurinn á mér hafi síkkað. Djö...geng bráðum á honum. Andskotinn hafi það.
En lífið kallar.
Ætla að fela mig.

mánudagur, 23. apríl 2007

Gat bara...

...ekki orða bundist.
Veit bara ekki afhverju. Skuggi einhverrar hugmyndar, eða ámóta fyrirbæri, sveif framhjá rotnandi meðvitund minni eins og skuggi spörfugls sem truflar mann við akstur á gömlum Massey Ferguson með þeim afleiðingum að mar keyrir út í skurð og eins og ofurölvi bóndi.
En það er víst lítið við því að segja. Nema notturlega að láta dæluna ganga þar til mar dettur niður á það sem mar var að hugsa. Til þess eins að átta sig á því að það er ómerkilegara og jafn illa nýtanlegt og allt þetta umfram skinn í pungnum á mér.
Hvur rækallinn. Byrjaður að tala um punginn á mér aftur. Verð nú að fara ræða þetta við fagaðila. Getur ekki verið eðlilegt að hafa svona mikinn áhuga á jafn tilgangslausri leðurskjóðu og þá sem hylur spéhrædd eistun.
Eða hvað? Jú, djöfullinn hafi það. Annars hefði ég sjálfsagt áhuga á mótorsporti. Eða jafnvel golfi eða, himininn sé oss næstur, kellingum.
En hvað er þetta með þennan gauk sem er kallaður guð hérna á hnattkringlunni? Er hann í alvörunni dauður? Er hann að forðast meðlagsgreiðslur sem hann skuldar vegna Sússa? Eða er hann bara svona rosalega feiminn? Mar bara spyr sig.
Eníhú!
Farinn í felur.

Hækkandi sól!

Er þetta hækkandi sól eða ligg ég dauður undir ljósastaur? Tja, það skiptir ekki máli.
Þetta skiptir hins vegar máli. Er ekki kominn tími til að láta ljós sitt skína á internetinu. Verst að mar er ekki með nema 10 watta peru.
En skiptir engu máli. Það er barlómurinn sem blívur hvort sem. Eða það segja mér allavega mætir menn. Menn sem ekki kalla allt Önnu sína og kúka upp á bak þegar þeim lystir. Menn sem óttast ekki neitt nema mömmu sína. Menn sem enginn vill þekkja og enginn tekur mark á. Menn...
Tja, það er spurning um að fara að skipta um fyrirmyndir í lífinu. Svona þegar mar fer að spá í það.
Hvað sem öðru líður...
Er mættur og ætla ekki neitt í bili.
Nema notturlega einhver skipi mér í burtu. Þá notturlega setur mar bara rófuna á milli lappana. (Sem hugsanlega er ekkert vitlaus hugmynd miðað við hvað móðir náttúra skar við nögl í hönnun og frágangi á slátrinu. Eitthvað svo asnalegt að vera með endalausan pung en ekkert typpi.)
...svonah...þá er rófan komin á sinn stað. Þetta er allt annað. Lítur miklu betur út.
Jæja...lífið er eitthvað að öskra á mig. Verð víst að reyna fela mig betur.
Þar til næst.
Kossar og knús til handa öllum þeim sem...eða bara handa öllum.

Geimveran Tjess