þriðjudagur, 15. maí 2007

Dreymdi...

...hálf skrýtinn draum í morgun. Það voru komin ljón í garðinn í gamla ættaróðalið Smáratúnsslektisins, Smáratún. Þetta var doltið langur draumur og ég man lítið frá honum fyrr en ljónin komu til sögunnar.
Litlu frændsystkynin mín voru aftur orðin lítil börn og voru að væflast úti. Ég alveg móðursjúkur inni í Smáratúni þegar ég fattaði ljónin. Æddi út í dyr og kallaði á krakkana ofur varlega til að vekja ekki athygli ljónanna. Einhvern veginn virtust þau samt ekki hafa áhuga á krökkunum og einhvern veginn sluppu öll ómeidd.
En næsta sem ég veit er að ég sé nokkur ljón rífa í sig lítinn hvolp, gott ef ekki labrador, svona ljósan. Þá fer allt að gerast. Ég og Heimir frændi tökum eftir fleiri hvolpum og ryðjumst út til að redda þeim áður en ljónin taka þá. Við erum komnir inn fyrir þvottahúsdyr með tvo af þrem. Sá þriðji er nýkominn inn fyrir þröskuldinn þegar eitt ljónið er komið í gættina.
Ég vakna upp við það að ég er að slá út í loftið til að reyna koma ljóninu í draumnum út, og gott ef ég öskraði ekki líka. Ekki alveg viss. Hef bara ekki haft svona draumfarir í háa herrans tíð, þ.e. sem ég man eftir.
Ætli þetta merki peninga?
Tja...
Lifið heil!
Skál!!!

Engin ummæli: