þriðjudagur, 8. maí 2007

Alger klikkun!

Djöfull getur hausinn á manni orðið hlandmígandiskítgeðveikur stundum. Svo gersamlega útúr kortinu að manni langar mest til að skrúfa hann af senda í viðgerð því mar nennir ekki að vera í félagsskap hans (manns sjálfs) stundinni lengur.
Sem dæmi um þetta lá ég andvaka í nótt. Það er sossum ekki í frásögur færandi utan þess að úr lausu lofti greip heilinn á mér eftirfarandi setningu: „Ljótt er að ljúga“.
Það næsta sem ég verð var við er að heilinn á mér er farinn að spinna aftan við þetta þessa líka biturðarsoraóhvaðþettaeralltógeðslegtogsiðspillt-rununa. Og hún er eftirfarandi:

Ljótt er að ljúga,
sukka og sjúga
tólin á fólum
í ókunnum bólum.
Ríta og ríða.
Sjá skeiðvöllinn skrýða
kuntuna víða
og barmana síða.
Ojj, hrynjum í'ða!

Um varð mér og ó. Og þegar í „barmana síða“ var komið greip ég til minna ráða og setti punkt við þessar subbulegu hugsanir með „Ojj, hrynjum í'ða“.
Hvurslax maður hugsar svona? Eða var þetta einungis kaffið sem ég drakk of mikið af rétt fyrir svefninn? Eða finnst mér lífið svona yfirgengilegt að ég er farinn að koma með einhvern Sússa-boðskap í formi subbukveðskapar sem hvetur til andlegrar deyfingar frá viðbjóði heimsins með drykkju? Ellegar?
Allavega sagði ég við sjálfan mig að svona gengi ekki, hér þyrfti til annarra og fegurri orða að grípa svo svefni mætti festa. Sem er dálítið fatalt þegar mar spáir í það. Er að reyna að sofna en ákveð að ég verði að mæta yanginu með jafnmiklu yingi (eða var það öfugt) og semja nýtt ljóð og fegurra; óð til hins fagra og góða og afslappaða og yndislega.
Var sossum ekkert að sofna hvort eð er þannig að hér er ljóðið:

Þar sem hæverskur andvari gælir við grasið.
Þar sem syngur einn smáfugl sinn ástþrungna söng.
Þar mig dreymir um ástina, döggina og ylinn.
Þar ég ligg og mig dreymir, um vorkvöldin löng.

Biðst forláts á að hafa brotið einhverjar reglur um uppbyggingu ljóða. Það var tónninn en ekki formið sem ég leitaðist eftir að fanga.
Er allavega orðinn mígandi geðveikur. Tel það koma til vegna þess að ég fékk mér ekki bjórinn sem Glókollur bauð mér með augum og líkamsstöðu í gær.
Tja, svona er lífið bara.
Lifið heil!
Skál!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já... ég veit ekki nema maður eigi að ráðleggja nokkurra vikna dvöl í Tíbetskum (eða Erótískum eins og spellcheckerinn leggur til ) Ninjaskóla. Það ku veita nýja sýn á lífið að læra að hanga á tánöglunum úr þakrennum og smjúga óséður innum skráargöt.

Geimveran Tjess sagði...

Akkuru þurfti niðurlagið hjá að vera svona dónalegt? Hafði uppástunga spelltjekkersins svona undirförul áhrif?

Nafnlaus sagði...

sóðalegt og fallegt :)

Geimveran Tjess sagði...

Svei mér þá, ef þú hefur ekki bara hitt naglann á höfuðið. Enda er ég fallega sóðalegur náungi. :)