mánudagur, 21. maí 2007

Djöfull hlæ...

...ég að öllum þeim bjartsýnissauðum sem héldu að sumarið væri gengið í garð. Ég get svo svarið það að meðfædd skerðing á skammtímaminni sumra Íslendinga veldur mér stöðugri undrun (sem er semsagt, mín meðfædda skerðing). Á hverju einasta ári er fólk byrjað að brosa sumarbrosinu sínu við smá glennu í apríl eða maí. Eingöngu til að láta veðurguðina kýla sig í magann með góðu vorhreti.
Gott á ykkur, bjálfakálfarnir ykkar.
Af hverju þurfum við annars öll að byrja sem kvenkyns í kviði móður? Hvað á það að þýða að gera mér og öðrum karlmönnum þann grikk að ganga um samvaxna píkubarma í klofinu? Píkubarma sem búið er að troða út með svampi. Hvað er eiginlega málið? Í hvert skipti sem ég horfi á félagann þá verður mér hugsað til þess að þetta sé ekki neitt annað en pulla, eins og þær sem prýddu, og prýða enn, sófann hjá ömmu.
Ónotahrollurinn er út af við mig að gera. Gengur ekki. Genginn út úr vinnunni og eitthvert annað. Eitthvert þangað sem óþægilegar hugsanir sækja ekki á mig. Í eitthvað loftvarnarskýli gegn skítlegum hugsunum.
Skál!!!

Engin ummæli: