laugardagur, 18. apríl 2009

Viðbjóðslegasta...

...auglýsing sem geimveran hefur séð rann fyrir stuttu fram hjá sjónrænum skynfærum hennar. Egils orka var að agitera fyrir almennri leti hjá yngri hópum þjóðfélagsins. Og þá meinar geimveran að verið var að agitera fyrir leti.
Geimveran, sem er nú í flestu, ef ekki öllu, gefin fyrir heilbrigða leti, getur því miður ekki sett viðbjóðinn í myndrænt form, svo heitið getur. Til að setja þetta í samhengi þá er slagorð sjallana ('göngum hreint til verks') hreint út sagt eins og alveg eitthvað sem mar gæti hugsanlega einhverntíma næstumþví hérumbil tekið alvarlega. En gerir ekki. Auðsjáanlega.
Geimveran var líka rétt í þessu að sjá aumkunarverða tilraun frammaranna við að setja skiljanlega tillögu um niðurfellingu hluta lána fólks í varpinu. Við erum að tala um að 2003 er minnimáttar. *gubb*
Skál!!!

sunnudagur, 12. apríl 2009

Geimveran...

...þurfti nákvæmlega þrjá bita af súkkulaðieggi til að fá nægju sína.
Geimveran er af sem áður var.
Skál!!!

laugardagur, 4. apríl 2009

Skítadjobb...

...eru, að mati geimverunnar, að mestu leyti innan verkahrings dópsmyglara og tollara.
Skál!!!

föstudagur, 3. apríl 2009

Geimveran...

...veltir fyrir sér hvort hún gæti gengið með öxi, nú eða ljá, á þingheim og borið fyrir sig niðurskurð á hinu opinbera fyrir rétti. Varavörn væri þá að liðka fyrir nýliðun, í anda grisjunar.
Skál!!!

miðvikudagur, 1. apríl 2009

Síðan...

...hvenær byrjuðu páskarnir rétt eftir áramót?
Skál!!!