laugardagur, 30. júní 2007

Elska...

...lyktina sem gýs upp þegar hjól efnahagslífsins reykspóla.
Já, er í vinnunni á þessum góðviðris laugardegi.
Er eitthvað að því?

Vinna, vinna!
Vinnu að inna,
einhver þarf.
Annars eignast
enginn larf
né leikföng fín.
Letibykkjur,
vinnulykkjur
fallnar,
fá bætur.
Láta sér fátt um finnast
er sveittur mar
sinni vinnu innir.

Eða eitthvað í þá áttina, sko.
Skál!!!

föstudagur, 29. júní 2007

Samlegðaráhrif...

...er eitt af tískuorðum viðskiptalífsins, og ekkert nema gott um að það segja enda um tiltölulega gegnsætt orð að ræða. Get þó ekki af því gert að mér finnst eitthvað obbolítið kynferðislegt við þetta orð.
Sko, tvennt liggur saman (tek dæmið út frá samlegð konu og karls þar sem slíkt dæmi hentar betur, þótt samkynhneigð samlegð eigi við að einhverju leyti). Skammtíma samlegðaráhrif slíks væru þá sjálfsagt fullnægingar beggja aðila, gott í stuttan tíma. Hjá fyrirtækjum væri það sjálfsagt skyndileg hækkun hlutabréfa og aukið fjármagn, fjárhagsleg endorfín-innspýting.
Langtíma afleiðingar samlegðaráhrifa karls og konu væri hins vegar getnaður, ávöxtun til langframa. Alveg eins og langtíma vöxtur sameinaðra fyrirtækja. Eiginleg stækkun, ef svo má að orði komast.
Eða ekki.
Skál!!!

fimmtudagur, 28. júní 2007

Asskoti...

...góður þessi pistill.

Vandkvæði við vindgang

Pontíus nokkur Pílatus
potaði í bumbu.
Passaði sig ekki á því
að bumban var í
frjórri gimbur.
Nú Ponti P.
á fullt af fé
sem latneskt jarmar
mae mae mae!

mánudagur, 25. júní 2007

Kominn...

...mánudagur?! Jiminn, hvað tíminn flýgur þegar mar keyrir 1200 plús eitthvað kílómetra á rúmum sólarhring. Og lendir í því að það springur dekk á leið á og frá áfangastaðinum, á sama stað undir bílnum. Hverjar eru líkurnar á því?
Hef annars ekkert að segja. Veit ekki alminnilega hvers vegna ég byrjaði að pikka inn stafi hérna. Óljós þörf til að tjá mig um eitthvað sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað er og kem því ekki í orð önnur en marklausa runu sem þessa.
Jú, heilagt stríð gegn vegagerð ríkisins. Vestfirðir og suðurfirðir Austfjarða virðast algerlega utan sjónarhrings vegagerðarinnar. Hvað á það að þýða leggja veg í gegnum lausa grjótskriðu? Afhverju eru ómalbikaður fleiri kílómetra kafli í Berufirði, að mig minnir, en innan hans nokkur hundruð metrar með bundnu slitlagi beggja vegna einnar brúar og beggja vegna heimkeyrslu að einum sveitabæ? Hver er lógíkin? Er þetta lið allt meira og minna stofnanamatur? Sem leiðir af sér spurninguna um hvort borið sé fram mannakjöt á stofnunum. Nógu oft hefur mar heyrt talað um að þessi og hinn séu stofnanamatur.
Veit ekki svei mér þá. Spurning um að fá sér einn bjór og hugsa málið frekar.
Skál!!!

föstudagur, 22. júní 2007

Farinn...

...austur á firði að kveðja langömmu Siggu.
Bið ykkur öll vel að lifa og megi helgin vera ykkur ánægjuleg.

miðvikudagur, 20. júní 2007

Langaði...

...bara að færa „karlrembuæluna“ aðeins neðar á síðunni. Gengur ekki að mar líti út fyrir að vera staddur í reykfylltu bakherbergi með öðrum testesterónpungum að plotta gegn estrógenhylkjunum.
Skil annars ekki þá sjálfspíningarhvöt að fylgjast með graðhesti í merarstóði. Kíkti nebblega með Krillunni í sveitina seinni partinn í gær. Ma og pa óku með okkur í Grafarnesið að líta á folöldin.
Allavega, þá er ekki nóg með það að graddakvikindið vaði í píkum sem ólmar vilja hann, og rífast um hann eins og ég veit ekki hvað, heldur skartar kvikindið líka einhverju sem vægast sagt er ekki hægt að kalla annað en lífshættulegt vopn. Þarna stendur mar svo og gónir öfundaraugum og heldur svo í burtu allur eitthvað svo lítill og afskiptur, að það hálfa væri nóg.
Til að bæta gráu ofan á svart skilur gaurinn síðan merarnar allar eftir fylfullar síðla sumars og þarf engar áhyggjur að hafa af meðlögum og uppeldi.
Piff!!! Hvar er réttlætið, spyr ég nú bara.
Hmm... Það kannski jafnast út með því að graddar hafa ekki aðgang að bjór.
Skál!!!

þriðjudagur, 19. júní 2007

Blátt...

...áfram í dag.
Hefði ég áttað mig á því hvaða dagur er í dag, þegar ég vaknaði, hefði ég klæðst einhverju bláu. Ekki það að alsvartur klæðnaður eigi ekki við þegar ein hagsmunasamtök virðast hafa svo mikil ítök í þjóðfélaginu að heill veffréttamiðill klæðist bleiku í tilefni af degi þeirra. Já, og brúnir skór, til að tákna ökkladjúpan femínistafasistaskítinn (held ég hafi botnrekið árina þarna á fjörtíu faðma dýpi) sem mar veður í dag.
Styð heils hugar jafnrétti allra, manna, dýra og plantna, stokka og steina, álfa og allra þessa heims sem annarra; ekki forréttindi eins hóps yfir aðra, vegna ýmiss ranglætis sem yfir hann hefur gengið, ímyndað eða ekki; nema kannski í mesta lagi aðstoð við hópa sem félagslega eru í skítnum, sem konur eru ekki.
Voðalega frjálshyggja er í mér í dag. Komminn bara eins og laminn rakki úti í horni.
Farinn á hádegisbarinn að skála í rauðvíni með Hannesi Hólmsteini og Andrési Magnúsar.
Skál!!!

„Síðbúin viðbót:
Ehrmm... En sko til hamingju með 92 ára kosningarétt, stelpur. :)“

mánudagur, 18. júní 2007

Mar...

...prumpar ekki fyrst með stækju og svo með óhljóðum á myndabanda- og DVD-diska-leigum og stendur svo eins og ekkert hafi í skorist með kornabarnið sitt í burðapoka framan á brjóstkassanum. Ef þetta var þá ekki kellingin hans. Sem væri notturlega enn hræðilegara, því konur prumpa hvorki né skíta. Ekki í þeim heimi sem ég hef búið mér til.
Mar spyr sig bara hvernig aumingja kornabarninu hafi liðið. Ekki gat það hlaupið í burtu. Pikkfast í skýtafýlu dauðans. Á mar ekki að tilkynna svona hegðun til barnaverndaryfirvalda? Svo mar tali nú ekki um grey afgreiðslugaurinn. Ekki gat hann hlaupið út. Á mar ekki að tilkynna svona til myndabanda- og DVD-diskaleiguafgreiðslufólksverndaryfirvalda?
Mar bara spyr sig!!!
Fjúff!!!

laugardagur, 16. júní 2007

Andskoti...

...get ég verið takmarkaður þegar kemur að því að taka til þar sem allt er í óreiðu. Er einmitt í þessu augnabliki að reyna að byrja á að gera upp fortíðina sem liggur í kössum hér í sloti foreldra minna. Get bara ómögulega ákveðið hvar ég á að byrja í kassakraðakinu. Heilinn í mér höndlar bara ekki óreiðuna og fer allur í keng og kúkalykt.
Auk þess á ég hrikalega erfitt með að henda hlutum. Mér telst til að það sé eitthvað sem ég hef erft eftir ömmu Diddu. Við erum líka notturlega bæði meyjar. Eitthvað hef ég heyrt út undan mér að það sé ekki í eðli slíkra að fleygja dóti. Ekki það að ég taki mikið mark á stjörnumerkjunum, sko. Djöfuls kukl og vitleysa.
Síðar!
Svússj!!!

miðvikudagur, 13. júní 2007

Hver...

...hefði haldið að saltað hrosskjöt, kartöflur, bjór, viskítár og hákarl sætu svona í manni daginn eftir. Mar bara spyr sig.
Spoing!!!

laugardagur, 9. júní 2007

Kosmískar...

...hamingjuóskir til handa Hr. viðskiptafræðingi Glókolli frænda. Útskrifaður með láði jafnt sem legi frá hrrrr. Gleðst nú með honum á Rundestrassen.
Hann lengi lifi!
Húrra! Húrra! Húrra!
Skál!!!

fimmtudagur, 7. júní 2007

Of...

...pólitískur að verða. Má ekki.
Sá hund áðan. Ætlaði að sparka í hann en rann á bananahýði og datt bossaflatur beint á kókflösku. Næ henni ekki út. Þarf að finna einhver með nógu langar hendur til að komast í botnlangann á mér.
Líður samt vel í pungnum, sko.
Skál!!!

„Á...

...rangri hillu“ mun sjálfsævisaga mín kallast. Þar mun ég kvarta, þusa og tuða á yfir 400 blaðsíðum yfir því að hafa ekki gerst þingmaður eða ráðherra (með úberrúmar eftirlaunagreiðslur) eða seðlabankastjóri (sem á einum degi hækkar um 200.000 krónur í launum, og enginn æmtir né skræmtir).
Farinn í fýlu!!!

miðvikudagur, 6. júní 2007

Get...

...ekki orða bundist. Femínismi er sossum gott og blessað fyrirbæri. Alltaf gott að fólk hafi eitthvað að aðhyllast ef það meikar ekki fljótandi fyrirbæri eins og raunveruleikann og vill koma einhverju skikki og reglu á hlutina. Og allur er ég með jafnrétti hvers konar, hvort sem það er kynja, kynþátta, kynslóða, kynhneigðar, tegunda eða annarrar gerðar. (Undanskilin er þar að sjálfsögðu rollan (Kindinni allt) sem situr efst í virðingastiganum og hefur meiri rétt en allt og allir.)
Hins vegar eiga fylgjendur femínisma það til að detta í helst til mikið fórnarlambahlutverk, svona karlmenn-eru-vondir-við-konur-alltaf-og-ávallt.
Skýrt dæmi þess er þetta moggablogg, blogg femmans Sóleyjar Tómasdóttur (er það kannski óviðeigandi að setja karlkyns merkimiða fyrir framan nafnið hennar).
Hér er upphaf bloggfærslunnar:
„Lækna- og lyfjavísindin eru eitt skýrasta afsprengi kynjakerfisins. Þessar greinar hafa verið byggðar upp af körlum og forsendur kvenna oftar en ekki gleymst.
Getnaðarvarnir eru gott dæmi. Hvernig stendur á því að aðeins ein (og algjörlega meinlaus) getnaðarvörn er á markaði fyrir karla? -Á meðan aragrúi ólíkra hormónalyfja er í boði fyrir konur.

Allt í einu eru getnaðarvarnir orðnar sönnun illsku karlmanna gagnvart konum.
Veit sossum ekki hvað ég er að nöldra yfir þessu. Kannski er það niðurlagið í greininn þar sem hún segir að karlmenn eigi að fara axla ábyrgð í þessum málum og vanda sig við rannsóknir sínar. Þar með er hún búin að dæma konur út úr rannsóknarstörfum og vísindum. Þær eru víst of uppteknar heima við hússtörf og barneignir, jú og að eiga við almennt heilsuleysi vegna ólyfjanna sem við karlmenn dælum í þær í gegnum lyfjageirann.
Veit svei mér þá ekki. Þessi skrif notturlega dæma sig sjálf, ef út í það er farið.
Þoli bara ekki svona fórnarlambavæl!
Skál!!!

þriðjudagur, 5. júní 2007

Merkilegur...

...þykir mér þessi fróðleiksmoli. Surtseyjargosinu lauk sama dag og Sex daga stríðið hófst fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrir nákvæmlega 40 árum síðan.
Tilviljun, guðsviljun? Óviljun eða áviljun?

Rigningin...

...er góð fyrir gróðurinn. Það sem er gott fyrir gróðurinn er gott fyrir kindina. Það sem er gott fyrir kindina er gott fyrir okkur.
Þannig að, hættið þessu væli!
Kindinni allt!

mánudagur, 4. júní 2007

Fór...

...á barinn áðan til að renna í gegnum boðbera sannleikans sem er Morgunblaðið og renna niður löglegu vímuefni í formi kaffis. Mar verður lengi að venjast því að setjast niður á barnum án þess að geta fengið sér sígó. Ef mar venst því nokkurn tíma.
Spjallaði við Krúsa barþjón og hann sagði mér að helgin hefði verið frekar döpur. Lítið að gera. Auk þess sem gærkvöldið hefði verið steindautt. Ein og ein hræða inn á stöðum ef þeir voru hreinlega ekki lokaðir fyrir miðnætti.
Spurning hvað það eru margir staðir sem eiga eftir að þola þennan skell. Reyklausa liðið er allavega ekki að láta sjá sig strax, samkvæmt þessu.
Ekki það að mér sé ekki skítsama.
Skál!!!

Ég...

...er nú oft á öndverðum meiði við frjálshyggjupostulann Andrés Magnússon. Hins vegar kemur fyrir að leiðir skoðana okkar skerast, eins og t.d. hérna.
Er annars mjög sáttur við lífið og tilveruna.
Skál!!!

föstudagur, 1. júní 2007

Farinn...

...úr vinnu, út á land, í bústað.
Passið ykkur á ljóta reykingafólkinu og tilkynnið lögreglu tafarlaust ef ljóta reykingafólkið ætlar að menga fyrir starfsfólki skemmtistaða í nikótínfráhvörfum.
Sjáumst!!!

Veit...

...ekki með aðra. Ég er allavega kolfallinn fyrir þessu lagi, að öllu leyti.
Verkjar annars næstum því í lungun. Reykti greinilega ekki nóg í gær.
Síðar!!!