föstudagur, 29. júní 2007

Samlegðaráhrif...

...er eitt af tískuorðum viðskiptalífsins, og ekkert nema gott um að það segja enda um tiltölulega gegnsætt orð að ræða. Get þó ekki af því gert að mér finnst eitthvað obbolítið kynferðislegt við þetta orð.
Sko, tvennt liggur saman (tek dæmið út frá samlegð konu og karls þar sem slíkt dæmi hentar betur, þótt samkynhneigð samlegð eigi við að einhverju leyti). Skammtíma samlegðaráhrif slíks væru þá sjálfsagt fullnægingar beggja aðila, gott í stuttan tíma. Hjá fyrirtækjum væri það sjálfsagt skyndileg hækkun hlutabréfa og aukið fjármagn, fjárhagsleg endorfín-innspýting.
Langtíma afleiðingar samlegðaráhrifa karls og konu væri hins vegar getnaður, ávöxtun til langframa. Alveg eins og langtíma vöxtur sameinaðra fyrirtækja. Eiginleg stækkun, ef svo má að orði komast.
Eða ekki.
Skál!!!

Engin ummæli: