þriðjudagur, 23. desember 2008

Óska...

...þeim örfáu hræðum sem nenna að fylgjast með stopulum og arfaslökum innslögum geimverunnar gleðilegrar hátíðar.
Njótið óhófsins.
Skál!!!

laugardagur, 20. desember 2008

Hef...

...Deezu frænku grunaða um að vera haldin fordómum gagnvart fólki sem er ekki sömu skoðunar og hún. Hún er allavega búin að loka fyrir athugasemdir hjá sér.
Síðan var spurning um að ræða verð á bleyjum. Veit samt ekki hvernig. Þarf að hugsa þetta betur.
Bulla floggið hveður.
Skál!!!

sunnudagur, 14. desember 2008

Ætlaði...

...að mótmæla í dag. Fattaði fimm mínútur í þrjú að ég bý ekki lengur í miðbænum.
That's how this seatrip ended!
Skál!!!

föstudagur, 12. desember 2008

Bulla...

...floggið þennan föstudaginn átti að snúast um tiltekið atriði en atvik undanfarinna daga hafa ollið því að allt það sem átti að festa í letur þetta kveldið er horfið veg allrar veraldar, veraldar sem er horfin veg allrar veraldar, sem er horfin veg allrar veraldar...
Jú...man...
Yfirvald meltingarkerfis kroppsins míns ákvað fyrri hluta þessarar viku að afnema bindiskylduna. Olli yfirnáttúrulegum niðurgangi. Held að á enskri líkamshagfræði sé þetta kallað 'liquidity'. Gegnumstreymi gjaldmiðla líkamans óheft.
En engar áhyggjur. Geimveran hefur sett viðeigandi höft á flæðið, étið ekkert nema pappír í nokkra daga. Trefjar eru útflæðishöft þarmmiðilsmarkaðsins.
Piff... Var einhvern veginn allt miklu meira sniðugt þegar mar hugsaði þetta. Kannski verður mar að vera atvinnubloggari til að geta komið hlutunum frá sér.
Hljómar meira eins og eitthvað plan sem yfirstjórn landsins hafi sett saman.
Best að hafa samband við Stebba Fr. Fá nokkra góða punkta hjá kallinum.
Skál!!!

miðvikudagur, 10. desember 2008

Dagurinn...

...sem (g)uð gleymdi!
Skál!!!

laugardagur, 6. desember 2008

Fulla...

...bloggið þessa helgina snýst bara um eitt.
Ég ætti að vera æpandi brjálaður út af öllu ruglinu sem er í gangi hérna. Ruglið er hins vegar svo yfirgengilegt að mar situr orðlaus. Orðlaus. Orðlausari en fámáll maður að eðlisfari (utan þeirra stunda sem kjálkaolían hefur verið notuð óspart) getur orðið.
Og með hverjum deginum (já, ég veit að það má ekki byrja setningu á samtengingu) verður mar orðlausari.
Lánið liggur kannski í því að geta horft í athugul augu afkvæmisins. Augu sem segja manni að þetta sé ekki svo nojið.
Skál!!!
P.S. ókei, kannski ekki alltaf svo fámáll.

þriðjudagur, 2. desember 2008

Handviss...

...um að dóttir mín veit meira en hún vill láta vera.
Skál!!!