laugardagur, 6. desember 2008

Fulla...

...bloggið þessa helgina snýst bara um eitt.
Ég ætti að vera æpandi brjálaður út af öllu ruglinu sem er í gangi hérna. Ruglið er hins vegar svo yfirgengilegt að mar situr orðlaus. Orðlaus. Orðlausari en fámáll maður að eðlisfari (utan þeirra stunda sem kjálkaolían hefur verið notuð óspart) getur orðið.
Og með hverjum deginum (já, ég veit að það má ekki byrja setningu á samtengingu) verður mar orðlausari.
Lánið liggur kannski í því að geta horft í athugul augu afkvæmisins. Augu sem segja manni að þetta sé ekki svo nojið.
Skál!!!
P.S. ókei, kannski ekki alltaf svo fámáll.

3 ummæli:

Deeza sagði...

Gaur - láttu Krillu taka netsnúruna úr sambandi þegar þú ert fullur! ;)

Geimveran Tjess sagði...

Ég lít á það sem mannréttindi að fá að blogga fullur. Er meira segja að spá í að gera það oftar og þá fyllri.

Deeza sagði...

:-D