mánudagur, 31. desember 2007

Árið...

...er nú að líða (eða er liðið, allt eftir því hvænær þú, lesandi góður, lest þessa línu) í aldanna skaut. Fátt meira um það að segja. Ekki verra en hver önnur ár. Þetta er allt spurning um að rúlla með höggunum, því lífið er jú ekkert annað en hvert kjaftshöggið á fætur öðru.
Geimveran vill annars óska sér og sínum, vinum og vandamönnum, gæfu og velfarnaðar á þeim tíma sem eftir er óliðinn af eilífðinni.
Skál fyrir núinu, fortíð og framtíð!!!

fimmtudagur, 6. desember 2007

BYKO...

...er ekkert að með neitt minnimáttarbrjálæði þessi dægrin. Ekki ef eitthvað er að marka nýjasta bæklinginn, „Gerðu jólin klár með BYKO“.
Á meðan flestir gera klárt fyrir jólin ætlar BYKO að lappa upp á jólin sjálf. Enda orðin slitin og óhrjáleg eftir tvö þúsund ára notkun hjá kristnum. Og útjöskuð fyrir eftir illa meðferð í heiðnum siðum, hátíð ljóssins.
Skál!!!