sunnudagur, 22. febrúar 2009

Létt...

...er svínalundin.
Tala nú ekki um þegar hún klæðist eplum og gráðosti á meðan hún laugar sig slök í rjómasósu í ofninum.
Skál!!!

föstudagur, 6. febrúar 2009

Hógværð...

...geimverunnar kannski verið fullmikil í viðskiptum við fólkið í bankanum sem eitt sinn gekk undir heitinu Búnaðarbankinn. Ef eitthvað er að marka þetta, allavega.
Skál!!!

Athygli...

...mína vakti frétt ein í Fréttablaðinu miðvikudaginn síðasta. Þar segir að unglinar séu farnir að hópast á Vog vegna hassneyslu.
Ekki vissi ég að SÁÁ væri svona illa statt fjárhagslega, að samtökin séu farin að díla hass í unglingana, eða þá rukka aðstöðugjald fyrir reykpartí.
Skál!!!

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Fréttir...

...af löggunni á agureyris hafa legið niðri frá því greint var frá fíkniefnaátakinu þeirra. Þetta hlýtur að hafa verið mega partí.
Skál!!!