þriðjudagur, 30. september 2008

Ef...

...gúrkur geta verið súrar eru þá tómatar ekki stundum svekktir? Hmmm... Súrar gúrkur, svekktir tómatar! Bók, bíómynd, gjörningur, vísindaleg tilraun. Passar ekki. Dettur helst í hug að sultaðir tómatar geti verið doltið svekktir. Ekki gott að segja.
Held annars að ég sé með of lítil augu fyrir flatskjái. Það er annað hvort það eða þá að ég sit of nálægt honum.
Og hvað er málið með þetta væl yfir peningum í dag? Hver milljarðamæringurinn á fætur öðrum veinar eins og grís stunginn af Dabba sækó. Það er ekki eins og þessir peningar þeirra hafi verið til, bara tölur á blaði, ef þær komust þá nokkurn tíma af tölvuskjánum.
Svo er líka spurning hvort Glitnir hefði ekki getað reddað sér út úr þessu babbi með því að biðja Bjarna sinn fyrrverandi Ármannsson að skila einhverjum af milljörðunum sem hann gekk út með, í stað þess að gefa svona færi á sér.
Allavega þá er mikið um súrar gúrkur og svekkta tómata á meðal peningamanna í dag.
Skál!!!

mánudagur, 29. september 2008

Suðurbrautin...

...telst hér með til upplýsingahraðbrautar, ekki bara bílahraðbrautar.
Eftir óratíma komst Talsamband á við umheiminn og um leið ákvað Tjess að athuga hvort ekki sé hægt að kreista úr svartholi sálarinnar örlítið meiri biturð.
Fyrst langar mig til að kvarta yfir þjónustunni hjá Tali, svona fyrst að netsambandið datt inn í dag. Tók þetta fyrirtæki ekki nema 12 eða 13 virka daga að koma netinu í gang. Þótt loforð hefði verið gefið um að það tæki ekki nema 2 til 10 virka daga, breyttist reyndar í 5 til 10 síðasta föstudag.
Ef einhver ætlar sér í viðskipti við Tal þá látið þetta lið skrifa upp á að þetta taki þann tíma sem Talað er um.
Annars er geimveran í orlofi sem eytt er í að annast afkvæmið. Svei mér þá, ef það er ekki minna maus að sinna vinnu frá 9 til 5 (17 fyrir þá sem geta ómögulega notast við eðlilega 12 tíma klukku).
En öllum heilsast vel.
Nóg í bili.
...

laugardagur, 27. september 2008

Einn...

...tveir!
Virkar þetta ennþá?