þriðjudagur, 30. september 2008

Ef...

...gúrkur geta verið súrar eru þá tómatar ekki stundum svekktir? Hmmm... Súrar gúrkur, svekktir tómatar! Bók, bíómynd, gjörningur, vísindaleg tilraun. Passar ekki. Dettur helst í hug að sultaðir tómatar geti verið doltið svekktir. Ekki gott að segja.
Held annars að ég sé með of lítil augu fyrir flatskjái. Það er annað hvort það eða þá að ég sit of nálægt honum.
Og hvað er málið með þetta væl yfir peningum í dag? Hver milljarðamæringurinn á fætur öðrum veinar eins og grís stunginn af Dabba sækó. Það er ekki eins og þessir peningar þeirra hafi verið til, bara tölur á blaði, ef þær komust þá nokkurn tíma af tölvuskjánum.
Svo er líka spurning hvort Glitnir hefði ekki getað reddað sér út úr þessu babbi með því að biðja Bjarna sinn fyrrverandi Ármannsson að skila einhverjum af milljörðunum sem hann gekk út með, í stað þess að gefa svona færi á sér.
Allavega þá er mikið um súrar gúrkur og svekkta tómata á meðal peningamanna í dag.
Skál!!!

2 ummæli:

Haddi sagði...

Skál! Bermúdaskál fyrir peningamönnum. Megi þeir súpa hlandvolgt seyðið af sínu rugli meðan við þurrausinn almenningur súpum okkar bjór til að halda á okkur hita í snjókomunni.

Geimveran Tjess sagði...

Skál fyrir því, kæri frændi. :)