mánudagur, 4. júní 2007

Fór...

...á barinn áðan til að renna í gegnum boðbera sannleikans sem er Morgunblaðið og renna niður löglegu vímuefni í formi kaffis. Mar verður lengi að venjast því að setjast niður á barnum án þess að geta fengið sér sígó. Ef mar venst því nokkurn tíma.
Spjallaði við Krúsa barþjón og hann sagði mér að helgin hefði verið frekar döpur. Lítið að gera. Auk þess sem gærkvöldið hefði verið steindautt. Ein og ein hræða inn á stöðum ef þeir voru hreinlega ekki lokaðir fyrir miðnætti.
Spurning hvað það eru margir staðir sem eiga eftir að þola þennan skell. Reyklausa liðið er allavega ekki að láta sjá sig strax, samkvæmt þessu.
Ekki það að mér sé ekki skítsama.
Skál!!!

Engin ummæli: