mánudagur, 25. júní 2007

Kominn...

...mánudagur?! Jiminn, hvað tíminn flýgur þegar mar keyrir 1200 plús eitthvað kílómetra á rúmum sólarhring. Og lendir í því að það springur dekk á leið á og frá áfangastaðinum, á sama stað undir bílnum. Hverjar eru líkurnar á því?
Hef annars ekkert að segja. Veit ekki alminnilega hvers vegna ég byrjaði að pikka inn stafi hérna. Óljós þörf til að tjá mig um eitthvað sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað er og kem því ekki í orð önnur en marklausa runu sem þessa.
Jú, heilagt stríð gegn vegagerð ríkisins. Vestfirðir og suðurfirðir Austfjarða virðast algerlega utan sjónarhrings vegagerðarinnar. Hvað á það að þýða leggja veg í gegnum lausa grjótskriðu? Afhverju eru ómalbikaður fleiri kílómetra kafli í Berufirði, að mig minnir, en innan hans nokkur hundruð metrar með bundnu slitlagi beggja vegna einnar brúar og beggja vegna heimkeyrslu að einum sveitabæ? Hver er lógíkin? Er þetta lið allt meira og minna stofnanamatur? Sem leiðir af sér spurninguna um hvort borið sé fram mannakjöt á stofnunum. Nógu oft hefur mar heyrt talað um að þessi og hinn séu stofnanamatur.
Veit ekki svei mér þá. Spurning um að fá sér einn bjór og hugsa málið frekar.
Skál!!!

5 ummæli:

Friðsemd sagði...

Og svo kominn þriðjudagur!

Nafnlaus sagði...

Miðvikudagur!

Nafnlaus sagði...

Djöfull erum við að fara í útilegu á eftir :)

Nafnlaus sagði...

Eftir mikla útreikninga eru líkur á að dekk springi 2svar á stuttum tíma á sama stað 1/20.000. Þr voru 1/1.000.000 en það þurfti að taka með í reikninginn að það varst þú Tjess eða náskyldur ættingi sem keyrðir og líklega þú eða einhver nákominn sem skiptir um dekkið svo líkurnar snarhækkuðu. Ég mæli einnig gegn því að þú farir út úr húsi þegar það eru þrumur og eldingar.

Geimveran Tjess sagði...

Veit ekki til þess að þetta hafi verið einhver dagaframhaldssaga hjá mér. Góð útilega. Og ég verð bara víst inni í húsi í þrumum og eldingum.