...bara að færa „karlrembuæluna“ aðeins neðar á síðunni. Gengur ekki að mar líti út fyrir að vera staddur í reykfylltu bakherbergi með öðrum testesterónpungum að plotta gegn estrógenhylkjunum.
Skil annars ekki þá sjálfspíningarhvöt að fylgjast með graðhesti í merarstóði. Kíkti nebblega með Krillunni í sveitina seinni partinn í gær. Ma og pa óku með okkur í Grafarnesið að líta á folöldin.
Allavega, þá er ekki nóg með það að graddakvikindið vaði í píkum sem ólmar vilja hann, og rífast um hann eins og ég veit ekki hvað, heldur skartar kvikindið líka einhverju sem vægast sagt er ekki hægt að kalla annað en lífshættulegt vopn. Þarna stendur mar svo og gónir öfundaraugum og heldur svo í burtu allur eitthvað svo lítill og afskiptur, að það hálfa væri nóg.
Til að bæta gráu ofan á svart skilur gaurinn síðan merarnar allar eftir fylfullar síðla sumars og þarf engar áhyggjur að hafa af meðlögum og uppeldi.
Piff!!! Hvar er réttlætið, spyr ég nú bara.
Hmm... Það kannski jafnast út með því að graddar hafa ekki aðgang að bjór.
Skál!!!
miðvikudagur, 20. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég veit ekki...kannski er einhvers staðar heimilt að láta börnin sín í slátrun þegar þau hafa náð nokkurra mánaða aldri...;)
Ég spáði notturlega ekkert í það. Mar þarf víst lítið að spá í uppeldi afkvæma sinna ef þeim er slagtað barnungum. Jömmí. :)
Skrifa ummæli