mánudagur, 14. maí 2007

Gleymdi...

...að minnast á hvað ég er enn pirraður eftir kjördaginn. Fór í sakleysi mínu niður í Ráðhús að kjósa, einungis til að komast að því að ég er ekki á kjörskrá í Reykjvík norður, eins og ég taldi mig vera. Nei nei, enn er ég skráður á Hellu. Af þeim sökum þurfti ég að bruna í Laugardalshöll og kjósa utankjörstaðar og fara svo með umslagið upp í Valhöll, þar sem þeir voru með sendingarþjónustu.
Ekki að þetta væri ekki nóg. Þegar mar kýs svona utankjörstaðar þá fær mar seðil sem stendur á kjörseðill og svo á mar að stimpla listabókstaf á snepilinn. Semsagt minnimáttar atkvæði. Ekki hægt að strika út ef mar er ekki sáttur við einhvern.
Djöfull hvað þetta fór í taugarnar á mér og gerir enn.
Annars er ég búinn að fatta að ég bý í steinaldarhelli. Þar er ekkert sjónvarp að sjá, ekkert útvarp og internetið hefur ekki heldur ratað inn til mín, hlýtur að vera villt einhvers staðar í Þingholtunum, sem búa, svei mér þá, yfir nánast jafn flóknu gatnakerfi og Kópavogur, fyrir þá semsagt sem ekki eru innvinklaðir í þau fræði.
En það kannski kemur með kalda (og heita vatninu) í sturtunni þegar ég er búinn að setja upp blöndunartækin (leiðrétting: þegar ég er búinn að LÁTA setja blöndunartækin upp FYRIR mig). Kominn tími á það fyrst ég var lox að klára að kítta meðfram listunum í sturtubotninum í kvöld.
Eníhú.
Tútílú!

Engin ummæli: