miðvikudagur, 25. apríl 2007

Skrýtið...

...þetta veður. Svona hvorki né veður. Eða bæði og. Of heitt til að vera í úlpu og of kalt til að vera í þunnum jakka. Hvað er til bragðs að taka?
Ein hugmynd sem ásækir mig í þessu tilefni er að pakka sér inn í punginn á sér, nógu djöfull er hann víðfeðmur. Þegar það er kalt þá herpist hann og þykknar og heldur betur á manni hita. Og í hita þá slaknar á honum og hann þynnist og heldur þar með hita verr.
Er líka að velta fyrir mér rennilás. Veit samt ekki alveg. Hef sett punginn á mér í svoleiðis fyrirbæri. Ekki skemmtilegasta upplifun lífs míns. Tannlæknirinn er engill með vængi við hlið þess. Veit um eitt verra en ætla ekki að útlista það hér. Dálítið dónalegt og ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Ætla allavega að útfæra þessa nýju flík frekar á meðan ég vinn.
Horfinn.

Engin ummæli: