þriðjudagur, 24. apríl 2007

Alkominn

Hef ákveðið að setjast hér að. Hef ekki nennu né andlegt þrek í að standa í þessum stöðugu ferðalögum. Síðan er líka meiri möguleiki á að ég nái einhverju innihaldsríku sambandi við eina golsótta. Þessi stuttu stopp hafa einhvern veginn ekki verið að gera sig. Maður fær bara þvert nei við ástleitnum spurningum sínum. Þetta jarmar bara með þjósti um að maður sé aumingi og eitthvað þaðan af verra. Og segist ætla að sækja sína ást annað. Get ekki lengur lifað við þetta á löngum einmanalegum ferðalögum um alheiminn. Of mikill tími til að hugsa. Ætla frekar að sitja stöðugt undir jarminu. Maður þarf ekki að hugsa á meðan.
Eníhú.
Eitthvað meir eftir þessa afdrifaríku ákvörðun. Get svo svarið. Svo meir er ég að ég held að pungurinn á mér hafi síkkað. Djö...geng bráðum á honum. Andskotinn hafi það.
En lífið kallar.
Ætla að fela mig.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Geimveran Tjess sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Geimveran Tjess sagði...

Maður á ekki að vera fikta í þessu. Búinn að eyða fyrstu tveimur athugasemdunum. :(