...hvað getur maður sagt sossum? Allar hugsanir gærkvöldsins og horfnar út í veður og vind. Í staðinn sest í mann þyngsli vinnunnar...og lífsins.
Spurning um að gera eitthvað. Labba niður í bæ og sparka í sígauna? Nehh...þeir setja svo skemmtilegan lit á bæjarbraginn. Ný fjöl í fjölmenningarsamfélagið okkar. Mar brýtur ekki fjöl ef maður vill ganga öruggur á gólfi fjölmenningarsamfélags. Ekkert vit í því. Þess utan er ég ekki þannig innréttaður. Er nokk sama þótt auðnuleysingjar suður úr henni Evrópu ráfi hingað og spili á harmonikkur, létti á nokkrum vösum og láti sér líða vel. Bara gaman að því.
En hvað sem því líður þá er nú rétt að fara koma sér úr vinnu. Ráfa eitthvert og gera einhvern óskunda. Skunda til óskunda, skulum við frekar segja. Öxar við ána og allt það. Boðafallast í brjálæði og berserkjast á einhverjum bévítanum.
...neehh...PUNGUR...
Djöfullinn hafi það. Ætlaði ekki að minnast á það fyrirbæri enn einu sinni. Orðinn hundleiður á þessu. Get ekki skilið hvernig þeim örfáu hræðum sem rekast hér inn er farið að líða.
Best að kveðja.
Farinn að öskra ókvæðisorð að lífinu.
fimmtudagur, 26. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli