mánudagur, 23. apríl 2007

Gat bara...

...ekki orða bundist.
Veit bara ekki afhverju. Skuggi einhverrar hugmyndar, eða ámóta fyrirbæri, sveif framhjá rotnandi meðvitund minni eins og skuggi spörfugls sem truflar mann við akstur á gömlum Massey Ferguson með þeim afleiðingum að mar keyrir út í skurð og eins og ofurölvi bóndi.
En það er víst lítið við því að segja. Nema notturlega að láta dæluna ganga þar til mar dettur niður á það sem mar var að hugsa. Til þess eins að átta sig á því að það er ómerkilegara og jafn illa nýtanlegt og allt þetta umfram skinn í pungnum á mér.
Hvur rækallinn. Byrjaður að tala um punginn á mér aftur. Verð nú að fara ræða þetta við fagaðila. Getur ekki verið eðlilegt að hafa svona mikinn áhuga á jafn tilgangslausri leðurskjóðu og þá sem hylur spéhrædd eistun.
Eða hvað? Jú, djöfullinn hafi það. Annars hefði ég sjálfsagt áhuga á mótorsporti. Eða jafnvel golfi eða, himininn sé oss næstur, kellingum.
En hvað er þetta með þennan gauk sem er kallaður guð hérna á hnattkringlunni? Er hann í alvörunni dauður? Er hann að forðast meðlagsgreiðslur sem hann skuldar vegna Sússa? Eða er hann bara svona rosalega feiminn? Mar bara spyr sig.
Eníhú!
Farinn í felur.

Engin ummæli: