mánudagur, 30. apríl 2007

Flókið...

að þurfa að upplifa föstudag beint á eftir sunnudegi. Þetta setur mann alveg úr jafnvægi. Sérstaklega er þetta illþolanlegt ástand þegar mar á ekki aur til að hella sig fullan. Djöfullegt alveg að þurfa að vera edrú. Hef aldrei almennilega náð að skilja það hugtak, edrú. Hvað er eiginlega betra en að vera þroskaheftur af drykkju? Liggjandi afvelta í ræsinu rænulaus? Eintóm sæla.
En allavega edrú, einn heima, sjónvarpslaus með bók í hönd. Það er dagskrá kvöldsins. Þið hin sjáið um að mála bæinn rauðann. Ég er búinn með málninguna.
Síðar.

Engin ummæli: