laugardagur, 11. ágúst 2007

Hýrt...

...yfir borginni í dag. Nema helst gamla karlinum sem beið eftir strætó neðst á Hverfisgötunni. Sat þar þegar ég rölti mér í tvær bæjarins bestu með miklu sinnepi. Og var nýstaðinn upp þegar ég rölti til baka. Greinilega nýbúinn að átta sig á að allar helstu götur í kringum hann voru lokaðar. Ekki par ánægður með að hafa ekki verið látinn vita. Blótandi og ragnandi yfir því að svona lokanir séu ekki auglýstar betur.
Yrði ekki hissa á að sjá hann hökta inn í miðja kynvillugönguna með stafinn á lofti og láta nokkur vel útlátinn högg dynja á einhverri aumingjans drottningunni. Röflandi um leið yfir röskun strætóferða.
En lífið er annars vaknað af dvala. Enski boltinn byrjaður að rúlla. Ætli það þýði ekki einn kaldan um fjögurleytið þegar Lifrarpollar sækja heim Aston Villa.
Skál!!!

Engin ummæli: