fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Eina...

...leiðin fyrir mig að taka þátt í maraþoni er að ímynda mér að ég sé sáðfruma og endamarkið eggið sem mig langar að bora mig inní.
Þegar fruman nær egginu hræra þau sér saman og blómstra í risastóran fjölfrumung sem verður einræðisherra yfir heiminum og bannar fólki að vera fífl.
Þá loksins er allt gott og blessað og skopparakringlan sem við búum á hólpin.
Djöfull á ég aldrei eftir að hlaupa maraþon. Shjííss...
Skál!!!

2 ummæli:

Tinna Eiríks sagði...

Persónulega finnst mér sú afþreying að lyfta bjórglasi frá borði og upp að munni hin besta hreyfing og tel það alla þá líkamsrækt sem ég þarf. Svo tekur maður sig líka vel út á meðan, sem er öfugt við það sem að gerist þegar maður hleypur.

Geimveran Tjess sagði...

Gæti ekki verið meira sammála. Fallegra að láta perla af glasinu en sjálfum sér. :)