fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Ætli...

...að það sé jafn vont að fá flugu í höfuðið eins og að fá flugu í augað. Bæði allavega í neikvæðari kantinum, annað líkamlega og hitt tilfinningalega. Svo byrgja báðir atburðirnir manni sýn á raunveruleikann. Þannig að niðurstaðan er sú að bæði eru jafn vond á sitt hvoru tilfinningasviðinu.
Ef svona uppljómanir eru ekki ástæða til þess að fara fram úr á morgnana þá veit ég ekki hvað.
Þoli annars ekki kossaflens og óþarfa ástúð á almannafæri. Bara þoli það ekki. Bara svo að það sé á hreinu.
Skál!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ok ok, ég skal þá hætt að kyssa þig á almannafæri :) ég er búin að ná því núna ;)

Geimveran Tjess sagði...

Það var mikið. :)