...í ósköpunum fer mar að því að stunda lyfjaakstur? Geri mér grein fyrir því að það er hægt að stunda glæfraakstur; forskeytið 'glæfra' þá dregið af lýsingarorðinu 'glæfralegur'. Geri mér hins vegar ekki grein fyrir lýsingarorðinu 'lyfjalegur'. Hef aldrei heyrt fólk taka sér það orð í munn.
En mar er utan af landi og illa að sér í því sem mælt er á höfuðborgarsvæðinu.
Síðan er ég alveg rasandi forviða og bit yfir því að ungmenni skuli láta sér detta í hug að stunda fíkniefnaneyslu á fyrrum landsvæði Runna litla og samlanda hans.
Öðruvísi mér áður brá.
Skál!!!
fimmtudagur, 6. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli