þriðjudagur, 17. júlí 2007

Ostaveisla...

...getur verið svo óaðlaðandi orð.
Annars tíðindalítið af vesturvígstöðvunum, segja þeir mér. Ekki það að mér sé ekki sama. Veit ekki hvar þessar vígstöðvar eru einu sinni. Mar hefur engan áhuga á fréttum frá svæðum sem mar veit ekki hvar eru. Ég hef notturlega ekki áhuga á neinum vígstöðvum, ef út í það er farið. Skil ekki hvað þar fer fram.
Nema kannski helst þegar nágrannar fara í stríð. Það er notturlega ekkert annað en hrepparígur sem fer úr böndunum.
Eða kannski ekki.
Hvað veit mar sossum?
Ekki neitt!
Úff! Miðað við þessar vangaveltur er greinilegt að skortur á blindafylleríi er farinn að gera vart við sig. Núllstilling er nauðsynleg, hvað úr hverju. Annars er voðinn vís.
Farinn að redda þessu.
Skál!!!

Engin ummæli: