Tískuorð eru alger sérkapítuli í íslenskum fjölmiðlum, sem og annars staðar í þjóðfélaginu. Nýjasta nýtt á þeim markaði eru 'blæðingar'. Nú eru margir af helstu vegum landsins byrjaðir á blæðingum.
Get ekki annað en velt fyrir mér hvort vegir hafi reglulega eða óreglulega tíðahringi. Vegurinn um Kræklingahlíð virðist vera með nokkuð reglulegar, eða frekar tíðar, tíðir. Alla vega tvisvar farið á túr í sumar.
Ands... það er svo mikið af orðaleikjatækifærum hérna að það liggur við að mar leggi niður vinnu til að sinna þessum skrifum.
En allt gott endar.
Brullaup í Hrútafirði á morgun. Ósóminn að ganga í það heilaga. Geimveran ætlar í leitir. Hljóta að vera einhverjar kindur þarna. Samt ekki víst. Þetta heitir víst einu sinni Hrútafjörður. Mar fer þá bara í ullina og kumrar í átt að Börsungalóni. Hvar gimbrin manns geymir sig þessa dagana.
Úbbs... vinna...
Síðar!
föstudagur, 20. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli