fimmtudagur, 26. júlí 2007

Sumum...

...finnst óþolandi að muna ekki draumana sína. Mér finnst óþolandi að muna ekki morguninn eftir hvað mér fannst svona fyndið og/eða merkilegt þegar ég lá uppi í rúmi kvöldið áður og beið eftir að svefnperrinn Óli lokbrá úr Vogunum kæmi og negldi aftur á mér augnlokin.
Hef annars gert mér grein fyrir því að rauðvín drukkið eins og það sé Budweiser-hland er ekki gott til árangurs ef mar ætlar sér að taka þátt í allri gleðinni. Gerir mann svo obboslega þungan eitthvað í skrokkunum og, svo ég tali nú ekki um, augnlokunum, verri negling en hjá svefnperranum.
En síðan er það notturlega spurning um hvort mar sé yfir höfuð að missa af einhverju. Partíörlagadísirnar búnar að spinna mann þannig úr garði að mar tekur út sína gleði á sínum tíma. Óháð úthaldi annarra. Eða hvað?
Skál!!!

Engin ummæli: