mánudagur, 15. október 2007

Sjaldan...

...höfum vér verið jafn aðframkomnir í vinnu og í dag. Og það þrátt fyrir að hafa nánast ekki gert neitt.
Fyrstidagurívinnueftirfrí-heilkennið greinilega grasserandi á öreindastigi í líkama vorum. Ef þetta kallar ekki á bjór eftir vinnu.
Annars fátt að frétta og enn minna að segja frá. Haustlægðarblúsinn blússandi í sálartetri voru og skammdegisblekið á næstu fölnuðu grösum, handan við hrímað hornið.
Hugsanlega hægt að redda þessu öllu með því að leggjast í vinnuhýði yfir veturinn. Skríða svo út af skrifstofunni þegar fyrstu geislar endurlífgandi vorsólar renna yfir frosinn svörð Frónsins. Skríða út kyrjandi sitt dirrindí og bjóða nýtt líf velkomið í voran rann.
Yfir og út.
Skál!!!

1 ummæli:

Deeza sagði...

Iss ég skal koma á pöbbinn :)