laugardagur, 15. nóvember 2008

Brauðið...

...heppnaðist í þetta skiptið! Írskt súrmjólkurbrauð, hvorki meira né minna.
Geimveran er samt miður sín yfir því að það hafi verið komið í ofninn fyrir hádegi á laugardegi.
Greinilega ellimörk anda og efnis þegar bæði heimta að risið sé úr rekkju á svo ósatanískum tíma um helgi.
Skál!!!

6 ummæli:

Deeza sagði...

Hvað ertu þá að blaðra því? ;-)

Geimveran Tjess sagði...

Blaðra hverju?

Deeza sagði...

Að þú sért kominn á fætur fyrir allar aldir nörrinn þinn!

Geimveran Tjess sagði...

Hmmm... var ég eitthvað að segja að ég ætti ekki að vera upplýsa þetta? Nei, frænka, það var ég ekki! Og hananú!

Deeza sagði...

Piff...

Geimveran Tjess sagði...

*hristihaus*