þriðjudagur, 4. nóvember 2008

Lýsandi...

...dæmi um gatnakerfi og skipulagsmál í Kópavoginum.
Geimveran fór í þrítugsafmæli hjá Hörpu frænku sinni á föstudeginum. Teitið var haldið í Hlíðarsmára í títtnefndum Kópavogi, sem sumir vilja nú meina að heiti í rauninni Kópaskarð. Sossum ekki í frásögur færandi. Þrusupartí með miklu stuði, eins og Hörpu einni sæmir.
Málið er hins vegar, eins og áður sagði, skipulag og gatnagerð í Kópavogi. Þegar aldin geimveran hafði fengið nóg og vildi halda heim á leið um miðnættið villtist hún. Ráfaði svo um næsta sólarhringinn þar til hún endaði í sextugsafmæli á Feitutáarstræti, rangnefnt af innfæddum sem Digranesvegur.
Svo heppilega vildi til að hér var um sextugsafmæli móður sambýliskonu geimverunnar. Geimveran gat því safnað kröftum með fingramat og veigum fyrir næstu tilraun í að brjótast út úr völundarhúsinu.
Sem betur fer fékk hann far með innfæddum kópaskarðsbúa sem flutti búferlum út á land, og það ekkert smá út á land, alveg útí hraun, á Vellina, rétt utan Hafnarfjarðar, eins og Hafdís frænka geimverunnar vill meina.
Þessum hrakförum vill geimveran kenna um heldur óhrjálega líðan sína sunnudaginn eftir. Ekki þeirri augljósu staðreynd að hún er dottin úr allri drykkjuæfingu.
Gæti annars lagst í barlóm eins og stór hluti mörlandans. Hef hins vegar lúmskt gaman af því að láta taka mig í ósmurðan óæðri endann.
Skál!!!
P.S. Akkuru í andskotanum er háttvirt rassgatið á manni kallað óæðri endinn? Hvaða ginsnobbari ákvað það? Hef það meira segja fyrir satt að stjarnan sé minni gróðrastía fyrir bakteríur og viðbjóð en títtnefndur trantur.

5 ummæli:

Deeza sagði...

Tjah, ég kalla minn neðri enda æðri endann og þann efri óæðri. Enda mun gáfulegra það sem kemur út um þann neðri.

Geimveran Tjess sagði...

Heilbrigð skynsemi þín hefur ávallt vakið aðdáun mína. :)

Deeza sagði...

Tvær baunir í belg vinur minn :)

Geimveran Tjess sagði...

Baunir í belg *hnefi* ;)

Deeza sagði...

Ha ha ha :-D