sunnudagur, 16. nóvember 2008

Akkuru...

...líst mér svona vel á þennan gauk (utan þeirrar staðreyndar að hann reykir og hefur viðurkennt að hann hafi notað ólögleg vímuefni, í stað þess að segjast ekki hafa andað að sér eða borið fyrir sig minnisleysi með þögn)?

Eina sem stakk mig var 'tyranny' utanaðkomandi orkugjafa. En látum það liggja á milli hluta.
Minnir doltið á þetta og vekur mann til umhugsunar um vanvitana sem sitja í valdastólum Klakans í dag.

Djöfull vantar einhvern í bílstjórasætið í dag sem er til í að taka í stýrið, í stað þess að horfa á það skelfinug lostinn og segja að óútreiknanlegar hreyfingar þess séu einhverjum öðrum að kenna.
*Skál*
P.S. Að sjálfsögðu ber að geta heimilda: Þetta er tekið af Freedomfries-blogginu á Eyjunni. Nenni ekki að setja upp heimildaskrá. Ber fyrir mig Hannes!

Engin ummæli: