laugardagur, 24. janúar 2009

Mislestur...

...dauðans.
Hef alltaf lesið 'Holltnesti' á spjaldi sjoppunnar hérna í bakgarðinum á Suðurbrautinni. Að sjálfsögðu hef ég því nánast verið á beit þar. 'Fjölskyldutilboð og eitthvað handa konunni og krakkanum' og allt það.
Áttaði mig svo á því að þarna stóð 'Holtanesti'. Sem er notturlega réttnefni því það hefur alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti vaxið holt framan á mér.
Ó mig auman!
Skál!!!

2 ummæli:

Anna Lea sagði...

:) Enda sigraðiru líka bumbukeppnina, Kristín gafst allt of fljótt upp!

Geimveran Tjess sagði...

Djöfull rústaði ég henni!!! :)