laugardagur, 4. október 2008

8 mínútur...

...er kannski langur tími í pólitík. Aftur á móti getur þessi stutta stund verið gulls ígildi fyrir kviðvöðva heimsins.
Jútjúbaði þetta frábæra myndband. Geimveran kallar þetta myndband því á því formi kom þetta út.
Nú gæti einhver spurt sig hvernig geimveran býr yfir þessum upplýsingum.
Jú, geimveran eyddi einu ári í Bellevue, úthverfi borgarinnar Seattle í Washington-fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Eftir nokkurra mánaða dvöl var miðbik geimverunnar farið að þenjast helst til mikið út að framan. Greip því geimveran til þess örþrifaráðs að verða sér út um eintak af átta-mínútna-kviðvöðvum gegn vægri greiðslu.
Viti menn, eftir nokkrar lotur fyrir framan imbann fór þetta að bera árangur. Hver hefði trúað því að líkamleg hreyfing gæti grennt mann.
Því miður misfórst myndbandsspólan þegar heim var haldið. En aldrei þessu vant hefur internetið komið geimverunni að gagni. Þessi gimsteinn fortíðarinnar er kominn í leitirnar og þar með er geimveran lögst í gólfið á ný.
Endilega nýtið ykkur líka. Kostar minna en kort í ræktina.
Njótið!

Skál!!!
P.S. Það er með vilja gert að skilja eftir mynd af geimverunni löðursveittri á vömbinni fyrir framan örskjá fartölvunnar að herða á kviðnum í huga þeirra er þetta lesa.

Engin ummæli: