...og stöðugur viðreksturinn í dóttur geimverunnar er nokkurn veginn það eina sem heldur sönsum í geimverunni. Ef ekki væri um það að ræða væri geimveran farin niður í bæ að leita sér að leppalúðum að berja. Leppalúðum sem hefur greinilega færst fullmikið í hendur, tekið að sér verkefni sem þeir ráða ekki við, en hafa náð að þyrla upp nógu ryki til að fela vanhæfni sína svo árum skiptir.
Audda hefði mar átt að sjá í gegnum þetta en ætli mar hafi bara ekki viljað trúa því frekar að það gengi allt bara vel, fólk væri að standa sig í bísness og svona og þetta væri allt undir stöðugu og góðu eftirliti.
En allavega. Bakaði brauð í morgun, írskt súrmjólkurbrauð, sko mínus vínsteinn (creme de tartar). Kauðslegara kvikindi hefur varla sést hnoða í deig. Tókst þó fyrir rest og þetta leit líka svona vel út í ofninum, þessi líka vel lagaði hleifur. Alveg var hleifurinn jafnfallegur þegar hann var settur á grindina til kælingar.
Bragðprufur tókust með ágætum, allavega við ystu sneiðarnar. Hins vegar reyndist kvikindið vera óbakað í miðjunni, bara pjúra deig þar. En svo lærir sem lifir. Næst verður hitinn bara lækkaður lítið eitt og brauðið látið damla lengur. Kannski spurning um að sleppa blæstrinum, þótt mar tími því varla, svona þegar mar getur valið það til að byrja með.
Blástursofn! Hver hefði trúað því að mar ætti eftir að búa yfir svoleiðis kraftaverki!
Og hvernig í ósköpunum kemst allt þetta loft fyrir í svona litlum búk? Get svo svarið það að stúlkan er að ná föður sínum í viðrekstrinum.
Skál!!!
miðvikudagur, 29. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hvah... þarf fólk allt í einu ekkert að mæta í vinnu? Bara heima að tsjilla?
Spurning að gefa heimilisföðurnum brauðvél dulbúna sem skírnargjöf handa dótturinni... Mikil öfund í sambandi við blástursofninn þó, það sem ég gæfi fyrir eitt stykki svoleiðis.
Manneskja sem ég þekki var mjög ánægð að sjá frétt í blaði fyrir skömmu þar sem því var haldið fram að gjafmildi þarmalofts væri mjög gott fyrir blóðþrýstinginn... Hér eru allir mjög slakir eftir að ég splæsti í samhæfðusundnefklemmurnar. Ég er líka að komast að því að það eru viss líkheit með samhæfðu sundi og breikdansi.
Deeza: Já, var að láta rimpa saman góðærisrifuna í belgnum. :)
Tinna: Brauðvél segirðu. Nahh, ekki þegar mar getur notað blástursofn. :)
Jón: Engin þörf á nefklemmum hér. Sá eini sem skilar einhverri lykt er ég og mér finnst mín góð. :)
Sko! Evrópustaðlað bros eftir hvert svar. :)
Annars á ég líka uppskrift að pottþéttu brauði frá ömmu Diddu sem er bæði ger- og mjólkurlaust og er eins lítið vesen að baka og hægt er... ætli það taki ekki svona 3 mínútur að hræra því saman og henda inn í ofn. Þú bara hóar ef þú vilt uppskriftina. Það heppnast a.m.k. alltaf vel í mínum viftulausa gettó-ofni :)
(Já og flottir broskallarnir!)
Ekki spurning. Verð að fá þessa uppskrift. Allar uppskriftir með gæðastimpilinn „Amma Didda“ eru eftirsóknarverðar. :)
Skrifa ummæli