þriðjudagur, 21. október 2008

Yfirdrifnara...

...verður það varla!
Facebook færir þér mátt til að deila og gerir heiminn okkar opnari og samtengdan
Spurning um að fara ráða einhvern verkstjóra og yfirlesara á þetta þýðingarsamstarfsverkefni þarna á Fésinu. 'Færir þér mátt til að deila!' Fyrr má nú aldeilis! Akkuru færir þetta manni bara ekki mátt til að drottna og deila, eða var það deila og drottna? Mar bara spyr sig. Ætla svo ekki að tjá mig um síðari hluta þessarar setningar. Hún talar fyrir sig sjálf!
Ótrúlegt hvað reynt er að ljúga að manni í fjölmiðlum þessa lands. Bogi Ágústs að taka viðtal við danska kvikmyndaleikstýru.
Nei sko! Konur kunna ekkert að leikstýra, hvað þá ef þær eru danskar.
Nei, hér er greinilegt að ríkisstjórnin er að nota ríkisfjölmiðilinn til að dreifa athygli okkar frá hinum raunverulegu vandamálum dagsins í dag; Einokun ríkisins á áfengis- og vímuefnasölu og ótrúlega vanhæfni stjórnenda strætó.
Er alveg miður mín yfir þessu.
Skál!!!

1 ummæli:

Deeza sagði...

Nei, þá vil ég frekar UHU - Heldur betur!