laugardagur, 18. október 2008

Hausinn...

...á mér var í dag svo uppfullur af sjitti sem mig vantaði að pirra mig á. Svo loxins sest mar fyrir framan skjáinn og þá er hann jafn tómur og gjaldeyrissjóður landsins, hausinn, það er, og skjárinn þá næstum því líka.
En Grímur, bróðir geimverunnar, kom þó með geislann sem lýsti upp tilveruna í dag. Þótt ég sé auðvitað ekki að gleyma gerseminni sem úgglar og gúgglar gleði í kringum sig. :)
Allavega kom drengurinn með hugmynd vikunnar. Auðvitað á ekkert að rífa þessar spíttverksmiðjur sem er verið að bösta. Á þessum síðustu og verstu á notturlega að þjóðnýta svoleiðis. Þjóðnýta og stækka. Fáranlegar upphæðir sem hægt er að safna í gjaldeyri með útflutningi vímuefna.
Markaðsstarfið er löngu hafið. Á árum geimverunnar á Næsta bar var einmitt verið að tala um viðskiptatækifæri með Íslandsræktað maríjúana, vörumerki og þess háttar. Man reyndar bara eftir Austfjarðarþokunni, en fleiri góð voru nefnd til sögunnar. Spíttið gæti þá verið t.d. nefnt Strikklotan eða Baugar.
Annars er geimveran að fara taka slátur á morgun. Allt gert til að draga úr áhrifum kryppunnar. Kannski að hægt sé að selja líka eitthvað af þessu til að draga úr áhrifum kreppunnar.
En nú er geimveran bara farin að bulla. Best að láta staðar numið.

Barlómur og eintómt bull sem bylja á eyrum dag og nótt, bráðum valda bólgu og sótt og gengisfelldum sull. Sem betur fer er vor belgur sver, hann ber oss fram í desember. Þá jólaljóð og eplin rjóð kæta vora þjóð. Eða ekki.

Skál!!!

5 ummæli:

Deeza sagði...

Ætli nú verði bara til ávextir á jólunum eins og þegar mæður okkar voru litlar?

Geimveran Tjess sagði...

Miðað við lausafjárþurrðina í augnablikinu sé ég fram að einu ávextirnir þessi jólin verði jarðepli.

Deeza sagði...

Namminamm, ekki amalegt það :)

Eða svona... verður maður ekki að vera jákvæður? Annars borða ég nú yfirleitt ekki ávexti á jólunum nema eina og eina ólívu sem slæðist ofan í martíníinn minn.

Geimveran Tjess sagði...

Skil þig. :)
Já og til hamingju með að vera með fyrstu athugasemdina frá því að geimveran komst til stafrænu á ný. :)

Deeza sagði...

Tzak tzak!