að þurfa að upplifa föstudag beint á eftir sunnudegi. Þetta setur mann alveg úr jafnvægi. Sérstaklega er þetta illþolanlegt ástand þegar mar á ekki aur til að hella sig fullan. Djöfullegt alveg að þurfa að vera edrú. Hef aldrei almennilega náð að skilja það hugtak, edrú. Hvað er eiginlega betra en að vera þroskaheftur af drykkju? Liggjandi afvelta í ræsinu rænulaus? Eintóm sæla.
En allavega edrú, einn heima, sjónvarpslaus með bók í hönd. Það er dagskrá kvöldsins. Þið hin sjáið um að mála bæinn rauðann. Ég er búinn með málninguna.
Síðar.
mánudagur, 30. apríl 2007
laugardagur, 28. apríl 2007
Hvað...
...á það að þýða að vera sköltast svitastorkinn út á lífið klukkan rúmlega tvö að nóttu, með málningaslettur á höndunum og klepra í skorunni. Eins gott að þetta pakk sem stundar bæinn er svo gersamlega sneitt öllu sjón- og lyktarskyni og, ef út í það er farið, almennu hyggjuviti að það fattar ekki að á meðal þeirra gengur maður ei hreinn.
Annars eru ég að koma mér fyrir á jörðinni í dag. Í dag kemur geimskip að heiman með þeirri búslóð sem ég kem inn í rottuholuna. Í kvöld er svo leit að ám. Get víst ekki kallað þetta fyrstu leit. Né eftirleit. Kannski leitin á eftir hinni leitinni. Úff, hvað mér eru að detta fáranlegar myndlíkingar í hug núna. Ætla ekki að hafa þær eftir en þið sem hér dettið inn getið látið hugann reika og búið til ykkar eigin.
Er annars að losna við myglubragðið úr munninum og því ekki úr vegi að snúa sér að tiltekt og innflutningi þess sem er ekki þessa heims, né annars ef út í það er farið.
Lífið!
Farinn!
Annars eru ég að koma mér fyrir á jörðinni í dag. Í dag kemur geimskip að heiman með þeirri búslóð sem ég kem inn í rottuholuna. Í kvöld er svo leit að ám. Get víst ekki kallað þetta fyrstu leit. Né eftirleit. Kannski leitin á eftir hinni leitinni. Úff, hvað mér eru að detta fáranlegar myndlíkingar í hug núna. Ætla ekki að hafa þær eftir en þið sem hér dettið inn getið látið hugann reika og búið til ykkar eigin.
Er annars að losna við myglubragðið úr munninum og því ekki úr vegi að snúa sér að tiltekt og innflutningi þess sem er ekki þessa heims, né annars ef út í það er farið.
Lífið!
Farinn!
föstudagur, 27. apríl 2007
Hvernig...
...er hægt að vera sáttur við guð og menn? Fólk er fífl og guð er dauður. Hvaða fábjána datt þessi vitleysa í hug?
fimmtudagur, 26. apríl 2007
Tja...
...hvað getur maður sagt sossum? Allar hugsanir gærkvöldsins og horfnar út í veður og vind. Í staðinn sest í mann þyngsli vinnunnar...og lífsins.
Spurning um að gera eitthvað. Labba niður í bæ og sparka í sígauna? Nehh...þeir setja svo skemmtilegan lit á bæjarbraginn. Ný fjöl í fjölmenningarsamfélagið okkar. Mar brýtur ekki fjöl ef maður vill ganga öruggur á gólfi fjölmenningarsamfélags. Ekkert vit í því. Þess utan er ég ekki þannig innréttaður. Er nokk sama þótt auðnuleysingjar suður úr henni Evrópu ráfi hingað og spili á harmonikkur, létti á nokkrum vösum og láti sér líða vel. Bara gaman að því.
En hvað sem því líður þá er nú rétt að fara koma sér úr vinnu. Ráfa eitthvert og gera einhvern óskunda. Skunda til óskunda, skulum við frekar segja. Öxar við ána og allt það. Boðafallast í brjálæði og berserkjast á einhverjum bévítanum.
...neehh...PUNGUR...
Djöfullinn hafi það. Ætlaði ekki að minnast á það fyrirbæri enn einu sinni. Orðinn hundleiður á þessu. Get ekki skilið hvernig þeim örfáu hræðum sem rekast hér inn er farið að líða.
Best að kveðja.
Farinn að öskra ókvæðisorð að lífinu.
Spurning um að gera eitthvað. Labba niður í bæ og sparka í sígauna? Nehh...þeir setja svo skemmtilegan lit á bæjarbraginn. Ný fjöl í fjölmenningarsamfélagið okkar. Mar brýtur ekki fjöl ef maður vill ganga öruggur á gólfi fjölmenningarsamfélags. Ekkert vit í því. Þess utan er ég ekki þannig innréttaður. Er nokk sama þótt auðnuleysingjar suður úr henni Evrópu ráfi hingað og spili á harmonikkur, létti á nokkrum vösum og láti sér líða vel. Bara gaman að því.
En hvað sem því líður þá er nú rétt að fara koma sér úr vinnu. Ráfa eitthvert og gera einhvern óskunda. Skunda til óskunda, skulum við frekar segja. Öxar við ána og allt það. Boðafallast í brjálæði og berserkjast á einhverjum bévítanum.
...neehh...PUNGUR...
Djöfullinn hafi það. Ætlaði ekki að minnast á það fyrirbæri enn einu sinni. Orðinn hundleiður á þessu. Get ekki skilið hvernig þeim örfáu hræðum sem rekast hér inn er farið að líða.
Best að kveðja.
Farinn að öskra ókvæðisorð að lífinu.
miðvikudagur, 25. apríl 2007
Skrýtið...
...þetta veður. Svona hvorki né veður. Eða bæði og. Of heitt til að vera í úlpu og of kalt til að vera í þunnum jakka. Hvað er til bragðs að taka?
Ein hugmynd sem ásækir mig í þessu tilefni er að pakka sér inn í punginn á sér, nógu djöfull er hann víðfeðmur. Þegar það er kalt þá herpist hann og þykknar og heldur betur á manni hita. Og í hita þá slaknar á honum og hann þynnist og heldur þar með hita verr.
Er líka að velta fyrir mér rennilás. Veit samt ekki alveg. Hef sett punginn á mér í svoleiðis fyrirbæri. Ekki skemmtilegasta upplifun lífs míns. Tannlæknirinn er engill með vængi við hlið þess. Veit um eitt verra en ætla ekki að útlista það hér. Dálítið dónalegt og ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Ætla allavega að útfæra þessa nýju flík frekar á meðan ég vinn.
Horfinn.
Ein hugmynd sem ásækir mig í þessu tilefni er að pakka sér inn í punginn á sér, nógu djöfull er hann víðfeðmur. Þegar það er kalt þá herpist hann og þykknar og heldur betur á manni hita. Og í hita þá slaknar á honum og hann þynnist og heldur þar með hita verr.
Er líka að velta fyrir mér rennilás. Veit samt ekki alveg. Hef sett punginn á mér í svoleiðis fyrirbæri. Ekki skemmtilegasta upplifun lífs míns. Tannlæknirinn er engill með vængi við hlið þess. Veit um eitt verra en ætla ekki að útlista það hér. Dálítið dónalegt og ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Ætla allavega að útfæra þessa nýju flík frekar á meðan ég vinn.
Horfinn.
þriðjudagur, 24. apríl 2007
Jiminn
Það tók mig nákvæmlega þrjár færslur að komast í einhvers konar mótsögn við sjálfan mig, eða kannski frekar farinn að endurtaka sjálfan mig. Í 1. færslu sagðist ekki vera að fara neitt og í þeirri 3. segist ég alkominn. Var ég eiginlega búinn að taka það fram í fyrstu færslu.
Æ veit. Kannski að maður ætti bara að sleppa þessu. Ef það tók ekki meira en þetta til að fara endurtaka sig.
Úbbs. Heyri í lífinu.
Síðar!
Æ veit. Kannski að maður ætti bara að sleppa þessu. Ef það tók ekki meira en þetta til að fara endurtaka sig.
Úbbs. Heyri í lífinu.
Síðar!
Alkominn
Hef ákveðið að setjast hér að. Hef ekki nennu né andlegt þrek í að standa í þessum stöðugu ferðalögum. Síðan er líka meiri möguleiki á að ég nái einhverju innihaldsríku sambandi við eina golsótta. Þessi stuttu stopp hafa einhvern veginn ekki verið að gera sig. Maður fær bara þvert nei við ástleitnum spurningum sínum. Þetta jarmar bara með þjósti um að maður sé aumingi og eitthvað þaðan af verra. Og segist ætla að sækja sína ást annað. Get ekki lengur lifað við þetta á löngum einmanalegum ferðalögum um alheiminn. Of mikill tími til að hugsa. Ætla frekar að sitja stöðugt undir jarminu. Maður þarf ekki að hugsa á meðan.
Eníhú.
Eitthvað meir eftir þessa afdrifaríku ákvörðun. Get svo svarið. Svo meir er ég að ég held að pungurinn á mér hafi síkkað. Djö...geng bráðum á honum. Andskotinn hafi það.
En lífið kallar.
Ætla að fela mig.
Eníhú.
Eitthvað meir eftir þessa afdrifaríku ákvörðun. Get svo svarið. Svo meir er ég að ég held að pungurinn á mér hafi síkkað. Djö...geng bráðum á honum. Andskotinn hafi það.
En lífið kallar.
Ætla að fela mig.
mánudagur, 23. apríl 2007
Gat bara...
...ekki orða bundist.
Veit bara ekki afhverju. Skuggi einhverrar hugmyndar, eða ámóta fyrirbæri, sveif framhjá rotnandi meðvitund minni eins og skuggi spörfugls sem truflar mann við akstur á gömlum Massey Ferguson með þeim afleiðingum að mar keyrir út í skurð og eins og ofurölvi bóndi.
En það er víst lítið við því að segja. Nema notturlega að láta dæluna ganga þar til mar dettur niður á það sem mar var að hugsa. Til þess eins að átta sig á því að það er ómerkilegara og jafn illa nýtanlegt og allt þetta umfram skinn í pungnum á mér.
Hvur rækallinn. Byrjaður að tala um punginn á mér aftur. Verð nú að fara ræða þetta við fagaðila. Getur ekki verið eðlilegt að hafa svona mikinn áhuga á jafn tilgangslausri leðurskjóðu og þá sem hylur spéhrædd eistun.
Eða hvað? Jú, djöfullinn hafi það. Annars hefði ég sjálfsagt áhuga á mótorsporti. Eða jafnvel golfi eða, himininn sé oss næstur, kellingum.
En hvað er þetta með þennan gauk sem er kallaður guð hérna á hnattkringlunni? Er hann í alvörunni dauður? Er hann að forðast meðlagsgreiðslur sem hann skuldar vegna Sússa? Eða er hann bara svona rosalega feiminn? Mar bara spyr sig.
Eníhú!
Farinn í felur.
Veit bara ekki afhverju. Skuggi einhverrar hugmyndar, eða ámóta fyrirbæri, sveif framhjá rotnandi meðvitund minni eins og skuggi spörfugls sem truflar mann við akstur á gömlum Massey Ferguson með þeim afleiðingum að mar keyrir út í skurð og eins og ofurölvi bóndi.
En það er víst lítið við því að segja. Nema notturlega að láta dæluna ganga þar til mar dettur niður á það sem mar var að hugsa. Til þess eins að átta sig á því að það er ómerkilegara og jafn illa nýtanlegt og allt þetta umfram skinn í pungnum á mér.
Hvur rækallinn. Byrjaður að tala um punginn á mér aftur. Verð nú að fara ræða þetta við fagaðila. Getur ekki verið eðlilegt að hafa svona mikinn áhuga á jafn tilgangslausri leðurskjóðu og þá sem hylur spéhrædd eistun.
Eða hvað? Jú, djöfullinn hafi það. Annars hefði ég sjálfsagt áhuga á mótorsporti. Eða jafnvel golfi eða, himininn sé oss næstur, kellingum.
En hvað er þetta með þennan gauk sem er kallaður guð hérna á hnattkringlunni? Er hann í alvörunni dauður? Er hann að forðast meðlagsgreiðslur sem hann skuldar vegna Sússa? Eða er hann bara svona rosalega feiminn? Mar bara spyr sig.
Eníhú!
Farinn í felur.
Hækkandi sól!
Er þetta hækkandi sól eða ligg ég dauður undir ljósastaur? Tja, það skiptir ekki máli.
Þetta skiptir hins vegar máli. Er ekki kominn tími til að láta ljós sitt skína á internetinu. Verst að mar er ekki með nema 10 watta peru.
En skiptir engu máli. Það er barlómurinn sem blívur hvort sem. Eða það segja mér allavega mætir menn. Menn sem ekki kalla allt Önnu sína og kúka upp á bak þegar þeim lystir. Menn sem óttast ekki neitt nema mömmu sína. Menn sem enginn vill þekkja og enginn tekur mark á. Menn...
Tja, það er spurning um að fara að skipta um fyrirmyndir í lífinu. Svona þegar mar fer að spá í það.
Hvað sem öðru líður...
Er mættur og ætla ekki neitt í bili.
Nema notturlega einhver skipi mér í burtu. Þá notturlega setur mar bara rófuna á milli lappana. (Sem hugsanlega er ekkert vitlaus hugmynd miðað við hvað móðir náttúra skar við nögl í hönnun og frágangi á slátrinu. Eitthvað svo asnalegt að vera með endalausan pung en ekkert typpi.)
...svonah...þá er rófan komin á sinn stað. Þetta er allt annað. Lítur miklu betur út.
Jæja...lífið er eitthvað að öskra á mig. Verð víst að reyna fela mig betur.
Þar til næst.
Kossar og knús til handa öllum þeim sem...eða bara handa öllum.
Geimveran Tjess
Þetta skiptir hins vegar máli. Er ekki kominn tími til að láta ljós sitt skína á internetinu. Verst að mar er ekki með nema 10 watta peru.
En skiptir engu máli. Það er barlómurinn sem blívur hvort sem. Eða það segja mér allavega mætir menn. Menn sem ekki kalla allt Önnu sína og kúka upp á bak þegar þeim lystir. Menn sem óttast ekki neitt nema mömmu sína. Menn sem enginn vill þekkja og enginn tekur mark á. Menn...
Tja, það er spurning um að fara að skipta um fyrirmyndir í lífinu. Svona þegar mar fer að spá í það.
Hvað sem öðru líður...
Er mættur og ætla ekki neitt í bili.
Nema notturlega einhver skipi mér í burtu. Þá notturlega setur mar bara rófuna á milli lappana. (Sem hugsanlega er ekkert vitlaus hugmynd miðað við hvað móðir náttúra skar við nögl í hönnun og frágangi á slátrinu. Eitthvað svo asnalegt að vera með endalausan pung en ekkert typpi.)
...svonah...þá er rófan komin á sinn stað. Þetta er allt annað. Lítur miklu betur út.
Jæja...lífið er eitthvað að öskra á mig. Verð víst að reyna fela mig betur.
Þar til næst.
Kossar og knús til handa öllum þeim sem...eða bara handa öllum.
Geimveran Tjess
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)