laugardagur, 16. júní 2007

Andskoti...

...get ég verið takmarkaður þegar kemur að því að taka til þar sem allt er í óreiðu. Er einmitt í þessu augnabliki að reyna að byrja á að gera upp fortíðina sem liggur í kössum hér í sloti foreldra minna. Get bara ómögulega ákveðið hvar ég á að byrja í kassakraðakinu. Heilinn í mér höndlar bara ekki óreiðuna og fer allur í keng og kúkalykt.
Auk þess á ég hrikalega erfitt með að henda hlutum. Mér telst til að það sé eitthvað sem ég hef erft eftir ömmu Diddu. Við erum líka notturlega bæði meyjar. Eitthvað hef ég heyrt út undan mér að það sé ekki í eðli slíkra að fleygja dóti. Ekki það að ég taki mikið mark á stjörnumerkjunum, sko. Djöfuls kukl og vitleysa.
Síðar!
Svússj!!!

2 ummæli:

Deeza sagði...

Í guðanna bænum farðu nú að ekki að drösla pappakössum með steingerðum kartöflum og gömlum nælonsokkabuxum í bæinn eins og sumir ;-D

Geimveran Tjess sagði...

Skal reyna eins og ég get að gera það ekki. Er reyndar nokkurn veginn viss um að gamlar nælonsokkabuxur sé ekki að finna í mínum fórum. En mar veit sossum aldrei. :)