þriðjudagur, 19. júní 2007

Blátt...

...áfram í dag.
Hefði ég áttað mig á því hvaða dagur er í dag, þegar ég vaknaði, hefði ég klæðst einhverju bláu. Ekki það að alsvartur klæðnaður eigi ekki við þegar ein hagsmunasamtök virðast hafa svo mikil ítök í þjóðfélaginu að heill veffréttamiðill klæðist bleiku í tilefni af degi þeirra. Já, og brúnir skór, til að tákna ökkladjúpan femínistafasistaskítinn (held ég hafi botnrekið árina þarna á fjörtíu faðma dýpi) sem mar veður í dag.
Styð heils hugar jafnrétti allra, manna, dýra og plantna, stokka og steina, álfa og allra þessa heims sem annarra; ekki forréttindi eins hóps yfir aðra, vegna ýmiss ranglætis sem yfir hann hefur gengið, ímyndað eða ekki; nema kannski í mesta lagi aðstoð við hópa sem félagslega eru í skítnum, sem konur eru ekki.
Voðalega frjálshyggja er í mér í dag. Komminn bara eins og laminn rakki úti í horni.
Farinn á hádegisbarinn að skála í rauðvíni með Hannesi Hólmsteini og Andrési Magnúsar.
Skál!!!

„Síðbúin viðbót:
Ehrmm... En sko til hamingju með 92 ára kosningarétt, stelpur. :)“

2 ummæli:

Friðsemd sagði...

Jú hvað er þetta, djöfull hlakka ég til að kæra mig inn í einhverja stöðu bara af því ég er með ...

Geimveran Tjess sagði...

Segðu, systir kær. :)