miðvikudagur, 6. júní 2007

Get...

...ekki orða bundist. Femínismi er sossum gott og blessað fyrirbæri. Alltaf gott að fólk hafi eitthvað að aðhyllast ef það meikar ekki fljótandi fyrirbæri eins og raunveruleikann og vill koma einhverju skikki og reglu á hlutina. Og allur er ég með jafnrétti hvers konar, hvort sem það er kynja, kynþátta, kynslóða, kynhneigðar, tegunda eða annarrar gerðar. (Undanskilin er þar að sjálfsögðu rollan (Kindinni allt) sem situr efst í virðingastiganum og hefur meiri rétt en allt og allir.)
Hins vegar eiga fylgjendur femínisma það til að detta í helst til mikið fórnarlambahlutverk, svona karlmenn-eru-vondir-við-konur-alltaf-og-ávallt.
Skýrt dæmi þess er þetta moggablogg, blogg femmans Sóleyjar Tómasdóttur (er það kannski óviðeigandi að setja karlkyns merkimiða fyrir framan nafnið hennar).
Hér er upphaf bloggfærslunnar:
„Lækna- og lyfjavísindin eru eitt skýrasta afsprengi kynjakerfisins. Þessar greinar hafa verið byggðar upp af körlum og forsendur kvenna oftar en ekki gleymst.
Getnaðarvarnir eru gott dæmi. Hvernig stendur á því að aðeins ein (og algjörlega meinlaus) getnaðarvörn er á markaði fyrir karla? -Á meðan aragrúi ólíkra hormónalyfja er í boði fyrir konur.

Allt í einu eru getnaðarvarnir orðnar sönnun illsku karlmanna gagnvart konum.
Veit sossum ekki hvað ég er að nöldra yfir þessu. Kannski er það niðurlagið í greininn þar sem hún segir að karlmenn eigi að fara axla ábyrgð í þessum málum og vanda sig við rannsóknir sínar. Þar með er hún búin að dæma konur út úr rannsóknarstörfum og vísindum. Þær eru víst of uppteknar heima við hússtörf og barneignir, jú og að eiga við almennt heilsuleysi vegna ólyfjanna sem við karlmenn dælum í þær í gegnum lyfjageirann.
Veit svei mér þá ekki. Þessi skrif notturlega dæma sig sjálf, ef út í það er farið.
Þoli bara ekki svona fórnarlambavæl!
Skál!!!

9 ummæli:

Friðsemd sagði...

Þessar tjellingar!

Friðsemd sagði...

Úff segi ég nú bara. þarna fór langur tími í að pirra mig yfir þessu helvítis væli í þessum kerlingum. hlusta ekki á nein rök greinilega, alveg sama hvað hver skrifar það er allt skotið niður sem bull og vitleysa og er örugglega runnið undan rifjum þessara vondu karla sem ráða öllu í heiminum með skaufanum á sér!

Geimveran Tjess sagði...

Sk....! Þú ert svo dónaleg, mín kæra. :)

Deeza sagði...

Er blessunarlega karlmaður þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Geimveran Tjess sagði...

En í alvöru sagt þá fær mar á stundum alveg nóg af þessu allir-eru-vondir-við-okkur-væl. Og, já, þeir sem eru „boðberum sannleikans“ ósammála eru ómarktækir vitleysingar.

Deeza: Ég vissi það! Fann hrútalyktina en gat bara aldrei komið með skotheldar sannanir fyrir vissu minni.

Friðsemd sagði...

brrrr hrútalykt...

Geimveran Tjess sagði...

mjmjmjmjmjm. besta lykt í heimi. alveg eins og hrútabragð er versta bragð í heimi. Algildur plús og algildur mínus saman komnir í einni og sömu skepnunni. :)

Nafnlaus sagði...

Þú vælir næstum eins mikið og femínisti herra Tjess..

Geimveran Tjess sagði...

Þetta er ekkert öfundarvæl. Ég ber einstaklega mikla virðingu fyrir hrútum.