...á það að þýða að vera sköltast svitastorkinn út á lífið klukkan rúmlega tvö að nóttu, með málningaslettur á höndunum og klepra í skorunni. Eins gott að þetta pakk sem stundar bæinn er svo gersamlega sneitt öllu sjón- og lyktarskyni og, ef út í það er farið, almennu hyggjuviti að það fattar ekki að á meðal þeirra gengur maður ei hreinn.
Annars eru ég að koma mér fyrir á jörðinni í dag. Í dag kemur geimskip að heiman með þeirri búslóð sem ég kem inn í rottuholuna. Í kvöld er svo leit að ám. Get víst ekki kallað þetta fyrstu leit. Né eftirleit. Kannski leitin á eftir hinni leitinni. Úff, hvað mér eru að detta fáranlegar myndlíkingar í hug núna. Ætla ekki að hafa þær eftir en þið sem hér dettið inn getið látið hugann reika og búið til ykkar eigin.
Er annars að losna við myglubragðið úr munninum og því ekki úr vegi að snúa sér að tiltekt og innflutningi þess sem er ekki þessa heims, né annars ef út í það er farið.
Lífið!
Farinn!
laugardagur, 28. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Bíddu bara þangað til reykingar verða bannaðar alls staðar... ÞÁ verður sko svitafýla á börunum!
Ég veit. :(
Skrifa ummæli