laugardagur, 11. ágúst 2007

Íþróttir drepa

Var að velta því fyrir mér í dag hvort ekki væri tilvalið að fara skokka. Liðka illa smurð liðamót, brenna lýsi og á allan hátt gera sig lögulegri. Tókst samt bókstaflega að drepa þá hugmynd í fæðingu.
Sá sjálfan mig fyrir mér í nýjasta nýjum skokkgalla frá einhverri sportvöruversluninni að renna yfir láðið. Vetrarsíðdegi. Frosið slabb. Ótraustur grunnur fyrir óþarflega hraða yfirferð lífræns batterís sjálfsins. Næsta sem ég veit þá skrikar mér fótur. Ég flýg á hausinn, rek hausinn í stein og í kjölfarið steindrepst.
Piff. Hraust sál í dauðum líkama! Hver er að græða á því? Ég bara spyr!
Ætla að halda mig við bjórinn og boltaglápið og láta aðra um að leggja líf sitt og limi í hættu.
Skál!!!

6 ummæli:

Deeza sagði...

Skvass!!!

Nafnlaus sagði...

Nei koddu að skokka með mér þegar ég kem heim?! Pretty plííís...

Geimveran Tjess sagði...

Á ég ekki bara að henda mér logandi út úr flugvél í 30.000 feta hæð með skorna úlnliði, bryðjandi blásýru og skjóta mig í hausinn á leiðinni niður?

Nafnlaus sagði...

Helst ekki...:(

Deeza sagði...

Skokk er viðbjóður.

Geimveran Tjess sagði...

Hélt ekki. Ætla að halda mig innan dyra og liggja þar hreyfingarlaus. Þannig er mar öruggastur.