laugardagur, 8. nóvember 2008

Jóhannes...

...skírari er sem betur fer ekki á meðal vor. Hann myndi örugglega vilja drekkja ósjálfbjarga dóttur geimverunnar í á á morgun. (tisk, á* kom tvisvar sinnum fyrir án milliorðs).
Við lifum hins vegar á þeim tímum að drekkingar þurfa ekki að vera í dýpra vatni en örfáir sentímetrar, og barnið þar að auki nokkuð ofan vatns.
Geimverunni er verulega létt.
Skál!!!
P.S. *Hvað þýðir þessi setning?: á á á á á á.

P.S.S Bjór í verðlaun fyrir þann sem fyrstur fattar (kommentar, það er). Hástöfum vísvitandi haldið leyndum, myndu segja of mikið.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann Á á bænum Á, hann á veiðiá á .... einum eða tveimur á-um ofaukið finnst mér.
Friðsemd

Geimveran Tjess sagði...

Tisk... rangt. :)

Anna Lea sagði...

Ég held að þetta segi sig bara nokkuð sjálft - engin útskýring er því þörf. Fæ ég bjór?

Haddi sagði...

ohhhhh heimska kommentakerfi, hversu oft þarf maður að skrifa sama hlutinn svo hann komi inn? En mitt svar er: Á læk í landi Ár ber rolla. Augljóslega þarf hér bátur eða hólmi að koma við sögu en það er aukaatriði.

Geimveran Tjess sagði...

Já, Anna mín, útskýringa er þörf og Haddi frændi vinnur. En þar sem þú ert nú soddan yndi af manneskju ætla ég samt að gefa þér bjór. :)

Til hamingju, Haddi minn. Átt bjór inni hjá mér. Held annars að hólmi geti ekki komið til greina, því þá er áin ekki undir áni heldur er hún komin á fast land. Hins vegar getur hún átt lamb sem stendur á ísilagðri á, eða, jú, borið lambið á ísnum. :)

Þú færð líka bjór, mín kæra systir, fyrir að taka þátt. :)

Deeza sagði...

Ertu að taka þátt í þinni eigin getraun lúserinn þinn? :)

Anna Lea sagði...

Vei! Ég tek þig á orðinu enda er ég meira að segja á klakanum...kannski pöbb kviss?

Geimveran Tjess sagði...

Hafdís mín, ég sé hvergi að Tjess hafi verið að svara spurningum hérna. Hins vegar hefur hann Haddi Már frændi hitt naglann þvílíkt á höfuðið að hann verður ekki dreginn í náinni framtíð. :)

Hugsanlega, Anna mín, hugsanlega. :)

Deeza sagði...

Og svo var ég að dissa þig á tobbabloggi og þú bara svarar ekki!