þriðjudagur, 15. maí 2007

Kokkfjanda...

...andskotans fífl! Ertu að stela uppskriftinni minni?!!!
Sit hér fyrir framan sjónvarp sem sýnir Innlit/útlit (ekki spyrja mig akkuru ég er ekki hlaupinn út), eða Einsleit/fráleit, eins og ég kýs að kalla það. Er ekki einhver kokkandskoti þar að stinga parmaskinku og mygluosti í kjúklingabringur. Hefði átt að sækja um einkaleyfi á þessu þegar mér datt þetta í hug. Reyndar léttsteikir aulinn þetta og setur í ofn í stað þess grilla þetta eins og sannur karlmaður. Eru allir karlmenn orðnir hommar?!! Mar bara spyr sig.
En mar getur notturlega ekki verið þekktur fyrir annað en að grilla eins og frummaðurinn sem mar er þegar mar hefur slegist ljón.
Síðar!!!

8 ummæli:

Tinna Eiríks sagði...

Þú ert að stela þessu frá mér! Mörg ár síðan ég fattaði þetta, hélt að úttroðnar kjúklingabringur með gráðosti og parmaskinku væri minn sérréttur... Rassgat maður :(

Geimveran Tjess sagði...

Hvað mörg ár? Kannski höfum við fengið sama geimgeislann í hausinn á sínum tíma, nebblega. :)

Nafnlaus sagði...

Var þetta nokkuð Sallý sem ljónin voru að rífa í sig hérna fyrir neðan? :(

Geimveran Tjess sagði...

Neinei. Einhver nafnlaus hvolpur. En hver átti Sallý aftur? Það er alveg dottið út úr hausnum á mér. :/

Nafnlaus sagði...

Við áttum Sallý þangað til Sandra fæddist (arrrg)... þá fór hún í sveitina til ömmu og lifði sæl og feit í mörg ár.

Geimveran Tjess sagði...

Alveg rétt! Núna man ég! :)

Tinna Eiríks sagði...

Ég fékk hugmyndina um svipað leiti og ég lærði að munda hníf án þess að skera af mér putta, kannski svona 7 ár síðan... Getum við ekki heimtað pening fyrir eignarrétt á uppskriftinni? Þessu er greinilega stolið af okkur!

Geimveran Tjess sagði...

Ókei. Þú fattaðir þetta semsagt fyrr. En ég hef greinilega orðið fyrir endurómi títtnefndra geimgeisla. Að þessi kokksauli hafi orðið fyrir þeim, getur bara ekki verið. Jú, heimtum bætur!