mánudagur, 14. maí 2007

Að venju...

...átti helgin sínar góðu og ekki svo góðu hliðar. Auðvitað er það allt ritskoðað. Ekki fyrir hvern sem er að lesa um óhófið. Samt ein þessara helga sem lætur mann skoða í eigin nafla með afskræmdan íhugunarsvip í ásjónunni. Núllstillingin kannski helst til mikil.
En hvað um það! Hér dugar ekkert væl. Best bara að rísa hnarreistur í upphafi vinnuviku, horfa ákveðnum augum framan í lífið og segja því að halda sér á mottunni.
Skál!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyr heyr!

Geimveran Tjess sagði...

Vér þökkum auðmjúkir góðar undirtektir. :)